Veður

Hlýjast á Norður­landi og rigning sunnan- og vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi.
Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega eiga von á vaxandi suðaustanátt í dag, víða þrettán til tuttugu metrar á sekúndu eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að norðaustantil á landinu verði hins vegar víðast hvar úrkomulítið, en þó séu líkur á dálítilli vætu við ströndina. Hiti á landinu verður víðast sex til fjórtán stig þar sem hlýjast verður á Norðurlandi.

„Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og rigning og síðar skúrir á morgun, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 7 stig, en 7 til 14 stig á Norður- og Austurlandi. Síðdegis dregur svo úr vindi og kólnar, og þá má búast við slydduéljum norðvestantil á landinu,“ segir í færslunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og rigning eða skúrir, en þurrt og víða bjart um landið NA-vert. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast á N- og A-landi. Dregur úr vindi síðdegis.

Á laugardag: Suðlæg átt 5-13 og skúrir eða él, en þurrt á N- og A-landi. Hiti 2 til 9 stig. Fer að rigna A-til á landinu um kvöldið.

Á sunnudag: Suðvestan 8-15 og skúrir eða él, en léttskýjað um landið A-vert. Hiti 1 til 5 stig að deginum.

Á mánudag: Vestlæg átt og él, en áfram léttskýjað eystra. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á þriðjudag: Vestlæg átt og víða bjart veður, en dálítil él við N-ströndina. Hiti 0 til 8 stig.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðaustanátt með vætu um landið S- og V-vert. Hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×