Féll í yfirlið fyrir framan blaðamenn á AstraZeneca-fundinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 16:53 Tanja Erichsen, yfirmaður hjá Lyfjastofnun Danmerkur. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Tanja Erichsen, yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur, féll í yfirlið á blaðamannafundi heilbrigðisyfirvalda í dag, þar sem ákvörðun um að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca í Danmörku var til umræðu. Atvikið hefur vakið talsverða athygli þó að danskir fjölmiðlar virðist ekki hafa gert því mjög ítarleg skil. Breska ríkisútvarpið BBC hefur hins vegar birt myndband frá fundinum, þar sem Erichsen stendur í pontu ásamt Søren Brostrøms landlækni. Brostrøms er með orðið þegar Erichsen fellur skyndilega í gólfið. Brostrøms og aðrir viðstaddir rjúka til og koma Erichsen til aðstoðar, sem áfram liggur á gólfinu. Vi får rigtig mange søde hilsner til Tanja både her og via andre kanaler. Det betyder rigtig meget. Vi sender dem videre til hende allesammen. Mange tak til jer for tanker og ord. Vh. os— Lægemiddelstyrelsen (@LMSTdk) April 14, 2021 Erichsen er að braggast en var flutt á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Stofnunin færir þeim sem sent hafa Erichsen batakveðjur kærar þakkir fyrir. Lýsa yfir áhuga á birgðunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að bólusetningu með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni yrði alfarið hætt vegna sjaldgæfra blóðtappatilfella. Danmörk er fyrsta ríkið í Evrópu sem hættir notkun efnisins en áður höfðu nokkur Evrópuríki stöðvað hana tímabundið á meðan umrædd tilfelli voru rannsökuð. Evrópska lyfjastofnunin mælir áfram með notkun efnisins. Klippa: Yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur fellur í yfirlið Fram kom á fundinum í Kaupmannahöfn í dag að þeir sem fengið hafa fyrsta skammtinn af AstraZeneca í Danmörku bjóðist á endanum annað bóluefni. Þá sé það raunar ekki útilokað að aftur verði byrjað að bólusetja með efninu í landinu þegar fram líða stundir. Þá greinir TV 2 frá því að Tékkland og Lettland hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þá AstraZeneca-skammta sem Danmörk hafði tryggt sér. Þingmenn danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliance) hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og telja best að Danir fái að velja sjálfir hvort þeir þiggi AstraZeneca-bólusetningu. Brostrøms sló þó þann möguleika út af borðinu á blaðamannafundinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Atvikið hefur vakið talsverða athygli þó að danskir fjölmiðlar virðist ekki hafa gert því mjög ítarleg skil. Breska ríkisútvarpið BBC hefur hins vegar birt myndband frá fundinum, þar sem Erichsen stendur í pontu ásamt Søren Brostrøms landlækni. Brostrøms er með orðið þegar Erichsen fellur skyndilega í gólfið. Brostrøms og aðrir viðstaddir rjúka til og koma Erichsen til aðstoðar, sem áfram liggur á gólfinu. Vi får rigtig mange søde hilsner til Tanja både her og via andre kanaler. Det betyder rigtig meget. Vi sender dem videre til hende allesammen. Mange tak til jer for tanker og ord. Vh. os— Lægemiddelstyrelsen (@LMSTdk) April 14, 2021 Erichsen er að braggast en var flutt á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Stofnunin færir þeim sem sent hafa Erichsen batakveðjur kærar þakkir fyrir. Lýsa yfir áhuga á birgðunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að bólusetningu með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni yrði alfarið hætt vegna sjaldgæfra blóðtappatilfella. Danmörk er fyrsta ríkið í Evrópu sem hættir notkun efnisins en áður höfðu nokkur Evrópuríki stöðvað hana tímabundið á meðan umrædd tilfelli voru rannsökuð. Evrópska lyfjastofnunin mælir áfram með notkun efnisins. Klippa: Yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur fellur í yfirlið Fram kom á fundinum í Kaupmannahöfn í dag að þeir sem fengið hafa fyrsta skammtinn af AstraZeneca í Danmörku bjóðist á endanum annað bóluefni. Þá sé það raunar ekki útilokað að aftur verði byrjað að bólusetja með efninu í landinu þegar fram líða stundir. Þá greinir TV 2 frá því að Tékkland og Lettland hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þá AstraZeneca-skammta sem Danmörk hafði tryggt sér. Þingmenn danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliance) hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og telja best að Danir fái að velja sjálfir hvort þeir þiggi AstraZeneca-bólusetningu. Brostrøms sló þó þann möguleika út af borðinu á blaðamannafundinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47