Svikahrappurinn Bernie Madoff er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 13:57 Bernie Madoff eftir að hann viðurkenndi brot sín árið 2009. AP/David Karp Hinn víðfrægi svikahrappur Bernie Madoff er dáinn. Hann dó fangelsi í Norður-Karólínu, þar sem hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik. AP fréttaveitan segir að Madoff, sem var 82 ára gamall, hafa dáið af eðlilegum orsökum. Í fyrra reyndu lögmenn hans að fá hann leystan úr fangelsi á þeim grundvelli að hann væri að glíma við alvarleg veikindi og ætti ekki langt eftir ólífað. Þeirri beiðni var hafnað. Stal 7,6 billjónum króna Madoff var dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Það samsvarar rúmlega 7,6 billjónum króna (7.600.000.000.000) miðað við gengið í dag en það gerði hann yfir langt tímabil þar sem hann var ítrekað hylltur sem fjármálasnillingur. Í fjármálahruninu árið 2008 kom þó í ljós að viðskiptaveldi hans var byggt á sandi og reikningar skjólstæðinga hans, sem höfðu fjárfest hjá honum, tómar. Svik hans knésettu fjölda fólks og heilu góðgerðasamtökin. Málið reyndist eitt stærsta fjársvikamál sögunnar. Madoff var svo hataður að hann þurfti að vera í skotheldu vesti í réttarsal. Fékk hámarksrefsingu Hann viðurkenndi brot sín svo árið 2009 og var eins og áður segir dæmdur til allt að 150 ára fangelsisvistar, sem var hámarksrefsingin miðað við brot Madoff. Hann skilur eftir sig eiginkonu en báðir synir hans eru einnig látnir. Annar þeirra dó 48 ára gamall úr krabbameini árið 2014 en hinn framdi sjálfsvíg árið 2010. Hann var 46 ára. Hér má sjá samantekt á fréttaflutningi CNBC frá 2008 um Madoff. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS þegar Madoff var dæmdur. Bandaríkin Hrunið Andlát Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Madoff, sem var 82 ára gamall, hafa dáið af eðlilegum orsökum. Í fyrra reyndu lögmenn hans að fá hann leystan úr fangelsi á þeim grundvelli að hann væri að glíma við alvarleg veikindi og ætti ekki langt eftir ólífað. Þeirri beiðni var hafnað. Stal 7,6 billjónum króna Madoff var dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Það samsvarar rúmlega 7,6 billjónum króna (7.600.000.000.000) miðað við gengið í dag en það gerði hann yfir langt tímabil þar sem hann var ítrekað hylltur sem fjármálasnillingur. Í fjármálahruninu árið 2008 kom þó í ljós að viðskiptaveldi hans var byggt á sandi og reikningar skjólstæðinga hans, sem höfðu fjárfest hjá honum, tómar. Svik hans knésettu fjölda fólks og heilu góðgerðasamtökin. Málið reyndist eitt stærsta fjársvikamál sögunnar. Madoff var svo hataður að hann þurfti að vera í skotheldu vesti í réttarsal. Fékk hámarksrefsingu Hann viðurkenndi brot sín svo árið 2009 og var eins og áður segir dæmdur til allt að 150 ára fangelsisvistar, sem var hámarksrefsingin miðað við brot Madoff. Hann skilur eftir sig eiginkonu en báðir synir hans eru einnig látnir. Annar þeirra dó 48 ára gamall úr krabbameini árið 2014 en hinn framdi sjálfsvíg árið 2010. Hann var 46 ára. Hér má sjá samantekt á fréttaflutningi CNBC frá 2008 um Madoff. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS þegar Madoff var dæmdur.
Bandaríkin Hrunið Andlát Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira