Sagður hafa lokkað börn með peningum og sælgæti úti á götu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 10:58 Þjóðvarðliði rannsakar myndefni sem fannst á raftækjum Íslendingsins. Töluvert magn af klámi og barnaníðsefni fannst á fartölvu og snjallsíma hans. Spænska þjóðvarðliðið Íslenskur karlmaður sem var handtekinn á Spáni vegna kynferðisbrota gegn börnum fyrr í þessum mánuði er sagður hafa lokkað börn til sín úti á götu með peningum og sælgæti. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi þar til mál hans fer fyrir dóm. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992. Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992.
Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði