Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 08:48 Gaetz með Trump fyrrverandi forseta á hafnaboltaleik. Þingmaðurinn hefur verið einn einarðasti stuðningsmaður Trump á þingi. AP/Andrew Harnik Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta á þingi. Svo virðist sem að böndin hafi borist að honum eftir að rannsókn hófst á Joel Greenberg, fyrrverandi skattheimtumanni í Seminole-sýslu í Flórída, sem er grunaður um mansal á stúlku undir lögaldri. Greenberg þessi hefur veitt saksóknurum dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um hvernig þeir Gaetz greiddu konum fyrir kynlíf í reiðufé eða með gjöfum frá því í fyrra, að sögn Washington Post. Með því vonist Greenberg til þess að ná samkomulagi við saksóknarana um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Neitar allri sök Gaetz hefur hafnað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og að hann hafi nokkru sinni greitt fyrir kynlíf. Hann hefur ekki verið ákærður eða sakaður um glæp í rannsókninni til þessa. Sakar Gaetz fyrrum félaga sinn Greenberg um að reyna að klína á sig sök í málinu. Áður hefur hann fullyrt að málið tengist fjárkúgun gegn sér og föður sínum. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú samhliða rannsókn dómsmálaráðuneytisins ásakanir um að Gaetz hafi sýnt fólki myndir af nöktum eða berbrjósta stúlkum í þingsal Bandaríkin Tengdar fréttir Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta á þingi. Svo virðist sem að böndin hafi borist að honum eftir að rannsókn hófst á Joel Greenberg, fyrrverandi skattheimtumanni í Seminole-sýslu í Flórída, sem er grunaður um mansal á stúlku undir lögaldri. Greenberg þessi hefur veitt saksóknurum dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um hvernig þeir Gaetz greiddu konum fyrir kynlíf í reiðufé eða með gjöfum frá því í fyrra, að sögn Washington Post. Með því vonist Greenberg til þess að ná samkomulagi við saksóknarana um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Neitar allri sök Gaetz hefur hafnað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og að hann hafi nokkru sinni greitt fyrir kynlíf. Hann hefur ekki verið ákærður eða sakaður um glæp í rannsókninni til þessa. Sakar Gaetz fyrrum félaga sinn Greenberg um að reyna að klína á sig sök í málinu. Áður hefur hann fullyrt að málið tengist fjárkúgun gegn sér og föður sínum. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú samhliða rannsókn dómsmálaráðuneytisins ásakanir um að Gaetz hafi sýnt fólki myndir af nöktum eða berbrjósta stúlkum í þingsal
Bandaríkin Tengdar fréttir Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14