Innlent

ESA segir Ísland þurfa að bæta eftirlit með aukaafurðum dýra

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þurfi að bæta eftirlit með aukaafurðum dýra sem eru ekki ætlaðar til manneldis. Tilmælin koma fram í uppfærðri landsskýrslu um árangur Íslands er varðar öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilsu og dýravelferð.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá ESA.

Skýrslan byggir á niðurstöðum eftirlits ESA í nóvember 2020. Þar athugaði ESA hvernig Ísland hefur brugðist við 64 opnum tilmælum um úrbætur.

„ESA telur að Ísland hafi í langflestum tilfellum brugðist við tilmælum um úrbætur á fullnægjandi hátt. ESA kallar þó eftir að Íslandi bregðist við tilmælum um að tryggja fullnægjandi eftirlit með aukaafurðum dýra sem ekki eru ætluð til manneldis,“ segir í tilkynningunni.

„Í framhaldinu leitar ESA eftir því að Ísland tryggi að opinber eftirlitskerfi með aukaafurðum dýra uppfylli EES-reglur, sem þau gera ekki í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×