„Góð svör í báðum leikjum“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 17:04 Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu í vetur, eftir að hafa gert Breiðablik að Íslandsmeistara í fyrra, og hefur nú stýrt landsliðinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Mér finnst margt í ferðinni hafa gengið upp og við náð að innprenta ákveðna hluti í leikmannahópinn,“ segir Þorsteinn Halldórsson eftir fyrstu tvo leiki sína sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea. EM 2021 í Englandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira