Til hvers að taka þátt ef við ætlum ekki að reyna vinna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Southgate vill sjá enska landsliðið taka næsta skref. Steven Paston/Getty Images Landsliðsþjálfari Englendinga, Gareth Southgate, segir tilgangslaust að taka þátt á Evrópumótinu í sumar ef liðið ætli sér ekki að fara alla leið. „Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira