Krefjast „afdráttarlausrar og löngu tímabærrar“ afstöðu KSÍ með réttindum verkafólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 08:58 Guðni Bergsson er formaður KSÍ og Drífa Snædal forseti ASÍ. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda!“ Þannig lýkur opnu bréfi Alþýðusambands Íslands til Knattspyrnusambands Íslands, þar sem fjallað er um aðbúnað farandverkafólks í Katar, í tengslum við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2022. Í bréfinu er meðal annars vísaði í umfjöllun Guardian, þar sem fram kom að 6.500 hefðu látið lífið við mannvirkja- og vegaframkvæmdir vegna mótsins, og þess að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólkinu. Vísir birtir bréfið í heild: „Opið bréf ASÍ til KSÍ Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu. Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna. Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar. Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur? Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot. Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda! F.h. miðstjórnar ASÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ“ KSÍ Katar HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Þannig lýkur opnu bréfi Alþýðusambands Íslands til Knattspyrnusambands Íslands, þar sem fjallað er um aðbúnað farandverkafólks í Katar, í tengslum við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2022. Í bréfinu er meðal annars vísaði í umfjöllun Guardian, þar sem fram kom að 6.500 hefðu látið lífið við mannvirkja- og vegaframkvæmdir vegna mótsins, og þess að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólkinu. Vísir birtir bréfið í heild: „Opið bréf ASÍ til KSÍ Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu. Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna. Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar. Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur? Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot. Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda! F.h. miðstjórnar ASÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ“
KSÍ Katar HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira