Getur hjálpað mikið að hætta á Facebook Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. apríl 2021 07:02 Tilfinningagreind, félagsleg hæfni og margt fleira getur aukist á jákvæðan hátt ef við hættum eða drögum verulega úr notkun samfélagsmiðla. Vísir/Getty Facebook hefur vinninginn sem sá samfélagsmiðill sem flestir nota, en þó eru Instagram, Snapchat, Twitter eða TikTok líka mjög vinsælir samfélagsmiðlar. Að nota samfélagsmiðla frá morgni til kvölds, er fyrir löngu orðið að svo miklum vana hjá fólki að tilhugsunin um lífið án samfélagsmiðla er fyrir suma nánast óbærileg. Auðvitað fylgir samfélagsmiðlum margt jákvætt. Aðalmálið er að hver og einn sé þá örugglega við stjórn, en ekki að láta stjórnast og líði örugglega vel með þessa notkun. Því mörg erum við orðin háð samfélagsmiðlum, án þess að gera okkur grein fyrir því. Hér eru þrettán atriði sem sögð eru áhrif þess að hætta á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum. Þessi atriði hafa meðal annars áhrif á það hvernig þér gengur í vinnunni, í samskiptum, að halda einbeitingu eða að sporna við streitu. 1. Þú kemur meiru í verk á styttri tíma Þegar tilkynningar eru að poppa upp á skjánum allan liðlangan daginn, erum við að verða fyrir truflun og áreiti. Það er líka alltaf eitthvað nýtt á Facebook. Í raun er þetta ekkert ólíkt því og að vera stanslaust að multitaska. Þú ert að sinna verkefnum í vinnunni, en samhliða alltaf að fylgjast með því sem er að gerast. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það að gera mjög margt í einu, getur leitt til fleirri mistaka, fljótfærni í ákvarðanatökum, dregið úr gæðum eða aukið líkurnar á kulnun svo fátt eitt sé nefnt. 2. Þú hleður batteríin oftar og betur Í mörg ár hafa rannsóknir sýnt mikilvægi þess að taka sér reglulega smá pásur yfir daginn. Þá endurhlöðum við batteríin með því að gefa líkama og sál smá hlé. Þessar pásur skipta sköpum, því með smá hvíld aukum við getuna til að fá hugmyndir, sjá nýjar lausnir eða fá kraftinn til að bretta upp ermar og halda áfram. Margir nýta hins vegar pásurnar sínar til að kíkja aðeins á Facebook, skrolla þar í smá stund og sjá hvað er að gerast. Fyrir vikið erum við ekki að gefa huganum hvíld. 3. Kvíðinn við að hætta á Facebook (eða öðrum miðlum) hverfur Flest okkar eru fyrir löngu orðin háð samfélagsmiðlum og eflaust súpa margir hveljur af þeirri tilhugsun að hætta að nota samfélagsmiðla. Því hvað ættum við þá að gera í staðinn? Sérfræðingar segja þó að þessi kvíði sé ástæðulaust. Því eftir nokkra daga, án samfélagsmiðla, fer fólk að upplifa jákvæðar breytingar. Þessar jákvæðu breytingar birtast í margvíslegu formi og hafa áhrif á þig bæði í vinnu og utan vinnunnar. 4. Minni streita Eitt af því jákvæða sem fólk upplifir þegar það hættir á samfélagsmiðlum er minni streita. Enda hættir fólk þá að að verða ekki fyrir stanslausri truflun og áreiti. Og þegar að við erum afslöppuð, er einbeitingin okkar betri, við erum yfirvegaðri, eigum auðveldara með ákvarðanatökur og líður almennt betur. 5. Sjálfsöryggið eykst Hamingjan sést á Facebook og það gæti því hljómað skringilega að það auki sjálfsöryggið að hætta eða draga úr notkun Facebook. Enda felst ánægja margra í að birta myndir þar og reyna að fá sem flest viðbrögð, eða „líkar við.“ En hversu raunveruleg er þessi hamingja? Er eitthvað líf svo fullkomið að það innifelur ekkert nema gleðistundir? Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem nota Facebook mikið, eru líklegri til að bera sig saman við annað fólk. Þessi samanburður nær bæði til lífstíls og líkamsvitundar. Þá sýna niðurstöður rannsókna að þessi ósjálfráði samanburður veldur oft sambærilegum einkennum og þunglyndi eða depurð. Að líða eins og við séum ekki nóg, dregur úr okkur á öllum sviðum. Líka í vinnunni. 6. Betri svefn Við vitum að það er æskilegt að hætta allri skjánotkun einum til tveimur tímum fyrir svefn. Margir hafa hins vegar vanið sig á að rétt kíkja á Facebook fyrir svefninn. En áður en við vitum af eru 20, 30, 60 mínútur liðnar! Að mæta úthvíldur til vinnu alla daga skiptir sköpum. Dagsformið okkar er betra og við erum betri í öllu sem við gerum. Hvort heldur sem er í samskiptum, einbeitingu eða að leysa úr verkefnum. 7. Við verðum sterkari félagslega, án Facebook! Margir eru orðnir svo háðir Facebook að þeir hafa dregið úr beinum félagslegum samskiptum. Svo upptekin erum við á samfélagsmiðlum að við hvorki náum að njóta augnabliksins til fulls né að einbeita okkur að því að eiga í beinum félagslegum samskiptum við fólk. Að hætta á samfélagsmiðlum, eða draga verulega úr notkun þeirra, styrkir okkur á félagslega sviðinu. Enda nýta sumir samfélagsmiðlana sem ákveðna tækni til að þykjast vera upptekin og fela sjálfsóöryggi. En að efla okkur á félagslega sviðinu er mjög gott. Ekki aðeins vegna þess að við erum félagsverur að upplagi, heldur sýna margar rannsóknir að okkur líður yfir höfuð betur þegar að við upplifum okkur félagslega sterk. Og það svo sannarlega hjálpar til í vinnu og í starfsframa. 8. Þú lærir að hafa ofan af fyrir sjálfum þér (og það geta það allir!) Fólk getur mjög auðveldlega varið 60-90 mínútum á dag á Facebook, án þess að upplifa sig sem mikla notendur. Að kíkja aðeins á morgnana, í pásum, í hádeginu, eftir vinnu, á kvöldin…..já, safnast þegar saman kemur. En hvað myndi þig langa að gera meira af eða öðruvísi? Fyndist þér það góð tilfinning að vinna verkefnin þín í vinnunni í meiri afslöppun og án þess að vera í kapphlaupi við tímann? Langar þig að tala oftar við samstarfsfélagana. Langar þig að læra núvitund? Finnst þér gaman að púsla á kvöldin eða spila? Finnst þér gaman að lesa? Fara í göngutúr? Eða felst áskorunin í því að þvottakarfan sé ekki alltaf yfirþyrmandi full? Það skiptir ekki máli í hvað þú velur að nýta tímann en staðreyndin er sú að með því að hætta, eða draga verulega úr notkun samfélagsmiðla, getum við verið að skapa 7-10 klukkustundir á viku sem hægt er að nýta í aðra hluti. 9. Meiri virkni, meiri hreyfing Það er allur gangur á því hversu mikið eða lítið við hreyfum okkur við vinnu. En samfélagsmiðlanotkun kallar á kyrrstöðu. Ef notkunin okkar er til dæmis 90 mínútur á dag, þýðir þetta um 10,5 klukkustundir á viku sem við getum tekið ákvörðun um að hreyfa okkur meira eða gera eitthvað öðruvísi en áður. Þessi aukna virkni getur falist í mörgu. Allt frá því að gefa okkur meiri tíma með börnunum okkar yfir í að taka til á skrifborðinu okkar í lok hvers vinnudags. Oftar en ekki leiðir þessi aukna virkni til þess að við erum yfir vikuna að hreyfa okkur aðeins meira. Því það að gera meira og í betri líðan, skilar sér oft í meiri hreyfingu, þótt það hafi ekki verið markmiðið í sjálfu sér. 10. Aukin sjálfsvitund Það felst ákveðið frelsi í því að hætta að eltast við endurgjöf frá öðrum á Facebook. Að hætta að fylgjast með því hvað við erum að fá mörg „líkar við,“ flest viðbrögð við færslum eða fylgjast sem best með. Þegar að við hættum að eltast við þetta, eykst sjálfsvitundin okkar og við erum líklegri til að læra að njóta augnabliksins. 11. Hæfnin til að taka ákvarðanir eykst Rannsóknir hafa sýnt að allt að helmingur fólks sem notar Facebook, myndar sér skoðanir byggðar á því sem fólk sér þar. Skoðunin mótast af því sem vinir eða vandamenn eru að segja eða gera. Sumir mynda sér ekki einu sinni skoðanir á áramótaskaupinu fyrr en það er búið að kíkja á Facebook eða Twitter fyrst. Skrolla yfir skoðanir annarra og segja síðan hvað þeim finnst. Að hætta á samfélagsmiðlum, eða draga verulega úr notkun þeirra, skilar sér því einnig í því að þú ferð að treysta betur á þínar eigin skoðanir og sannfæringu. Og tekur oftar sjálfstæðar ákvarðanir. 12. Minni neikvæðni Það er staðreynd að samfélagsmiðlarnir eru vettvangur kvartana og útrásar fyrir óánægju og reiði. Þótt þú takir ekki þátt í því með beinum hætti, er erfitt að smitast ekki af neinu. Bara það eitt að draga úr notkuninni þannig að hún takmarkist við stuttan tíma á dag, til dæmis hámark 20 mínútur að kveldi, þýðir að neikvæðni annars fólks er ekki að hafa áhrif á þig allan daginn. Sem aftur skilar sér í því að þér líður betur, bæði í vinnu og utan vinnu. 13. Tilfinningagreindin eykst Eitt af því sem mun skipta enn meira máli á vinnumarkaði framtíðarinnar er tilfinningagreind. Þetta orð fór að skjóta upp kollinum samhliða umræðum um fjórðu iðnbyltinguna og það hvernig stafrænn heimur mun smátt og smátt breyta stórum hluta starfa. Sterk tilfinningagreind er því góður eiginleiki fyrir starfsframann og einn þeirra eiginleika fólks sem verður eftirsóttari í framtíðinni miðað við það sem nú er. Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00 Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Auðvitað fylgir samfélagsmiðlum margt jákvætt. Aðalmálið er að hver og einn sé þá örugglega við stjórn, en ekki að láta stjórnast og líði örugglega vel með þessa notkun. Því mörg erum við orðin háð samfélagsmiðlum, án þess að gera okkur grein fyrir því. Hér eru þrettán atriði sem sögð eru áhrif þess að hætta á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum. Þessi atriði hafa meðal annars áhrif á það hvernig þér gengur í vinnunni, í samskiptum, að halda einbeitingu eða að sporna við streitu. 1. Þú kemur meiru í verk á styttri tíma Þegar tilkynningar eru að poppa upp á skjánum allan liðlangan daginn, erum við að verða fyrir truflun og áreiti. Það er líka alltaf eitthvað nýtt á Facebook. Í raun er þetta ekkert ólíkt því og að vera stanslaust að multitaska. Þú ert að sinna verkefnum í vinnunni, en samhliða alltaf að fylgjast með því sem er að gerast. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það að gera mjög margt í einu, getur leitt til fleirri mistaka, fljótfærni í ákvarðanatökum, dregið úr gæðum eða aukið líkurnar á kulnun svo fátt eitt sé nefnt. 2. Þú hleður batteríin oftar og betur Í mörg ár hafa rannsóknir sýnt mikilvægi þess að taka sér reglulega smá pásur yfir daginn. Þá endurhlöðum við batteríin með því að gefa líkama og sál smá hlé. Þessar pásur skipta sköpum, því með smá hvíld aukum við getuna til að fá hugmyndir, sjá nýjar lausnir eða fá kraftinn til að bretta upp ermar og halda áfram. Margir nýta hins vegar pásurnar sínar til að kíkja aðeins á Facebook, skrolla þar í smá stund og sjá hvað er að gerast. Fyrir vikið erum við ekki að gefa huganum hvíld. 3. Kvíðinn við að hætta á Facebook (eða öðrum miðlum) hverfur Flest okkar eru fyrir löngu orðin háð samfélagsmiðlum og eflaust súpa margir hveljur af þeirri tilhugsun að hætta að nota samfélagsmiðla. Því hvað ættum við þá að gera í staðinn? Sérfræðingar segja þó að þessi kvíði sé ástæðulaust. Því eftir nokkra daga, án samfélagsmiðla, fer fólk að upplifa jákvæðar breytingar. Þessar jákvæðu breytingar birtast í margvíslegu formi og hafa áhrif á þig bæði í vinnu og utan vinnunnar. 4. Minni streita Eitt af því jákvæða sem fólk upplifir þegar það hættir á samfélagsmiðlum er minni streita. Enda hættir fólk þá að að verða ekki fyrir stanslausri truflun og áreiti. Og þegar að við erum afslöppuð, er einbeitingin okkar betri, við erum yfirvegaðri, eigum auðveldara með ákvarðanatökur og líður almennt betur. 5. Sjálfsöryggið eykst Hamingjan sést á Facebook og það gæti því hljómað skringilega að það auki sjálfsöryggið að hætta eða draga úr notkun Facebook. Enda felst ánægja margra í að birta myndir þar og reyna að fá sem flest viðbrögð, eða „líkar við.“ En hversu raunveruleg er þessi hamingja? Er eitthvað líf svo fullkomið að það innifelur ekkert nema gleðistundir? Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem nota Facebook mikið, eru líklegri til að bera sig saman við annað fólk. Þessi samanburður nær bæði til lífstíls og líkamsvitundar. Þá sýna niðurstöður rannsókna að þessi ósjálfráði samanburður veldur oft sambærilegum einkennum og þunglyndi eða depurð. Að líða eins og við séum ekki nóg, dregur úr okkur á öllum sviðum. Líka í vinnunni. 6. Betri svefn Við vitum að það er æskilegt að hætta allri skjánotkun einum til tveimur tímum fyrir svefn. Margir hafa hins vegar vanið sig á að rétt kíkja á Facebook fyrir svefninn. En áður en við vitum af eru 20, 30, 60 mínútur liðnar! Að mæta úthvíldur til vinnu alla daga skiptir sköpum. Dagsformið okkar er betra og við erum betri í öllu sem við gerum. Hvort heldur sem er í samskiptum, einbeitingu eða að leysa úr verkefnum. 7. Við verðum sterkari félagslega, án Facebook! Margir eru orðnir svo háðir Facebook að þeir hafa dregið úr beinum félagslegum samskiptum. Svo upptekin erum við á samfélagsmiðlum að við hvorki náum að njóta augnabliksins til fulls né að einbeita okkur að því að eiga í beinum félagslegum samskiptum við fólk. Að hætta á samfélagsmiðlum, eða draga verulega úr notkun þeirra, styrkir okkur á félagslega sviðinu. Enda nýta sumir samfélagsmiðlana sem ákveðna tækni til að þykjast vera upptekin og fela sjálfsóöryggi. En að efla okkur á félagslega sviðinu er mjög gott. Ekki aðeins vegna þess að við erum félagsverur að upplagi, heldur sýna margar rannsóknir að okkur líður yfir höfuð betur þegar að við upplifum okkur félagslega sterk. Og það svo sannarlega hjálpar til í vinnu og í starfsframa. 8. Þú lærir að hafa ofan af fyrir sjálfum þér (og það geta það allir!) Fólk getur mjög auðveldlega varið 60-90 mínútum á dag á Facebook, án þess að upplifa sig sem mikla notendur. Að kíkja aðeins á morgnana, í pásum, í hádeginu, eftir vinnu, á kvöldin…..já, safnast þegar saman kemur. En hvað myndi þig langa að gera meira af eða öðruvísi? Fyndist þér það góð tilfinning að vinna verkefnin þín í vinnunni í meiri afslöppun og án þess að vera í kapphlaupi við tímann? Langar þig að tala oftar við samstarfsfélagana. Langar þig að læra núvitund? Finnst þér gaman að púsla á kvöldin eða spila? Finnst þér gaman að lesa? Fara í göngutúr? Eða felst áskorunin í því að þvottakarfan sé ekki alltaf yfirþyrmandi full? Það skiptir ekki máli í hvað þú velur að nýta tímann en staðreyndin er sú að með því að hætta, eða draga verulega úr notkun samfélagsmiðla, getum við verið að skapa 7-10 klukkustundir á viku sem hægt er að nýta í aðra hluti. 9. Meiri virkni, meiri hreyfing Það er allur gangur á því hversu mikið eða lítið við hreyfum okkur við vinnu. En samfélagsmiðlanotkun kallar á kyrrstöðu. Ef notkunin okkar er til dæmis 90 mínútur á dag, þýðir þetta um 10,5 klukkustundir á viku sem við getum tekið ákvörðun um að hreyfa okkur meira eða gera eitthvað öðruvísi en áður. Þessi aukna virkni getur falist í mörgu. Allt frá því að gefa okkur meiri tíma með börnunum okkar yfir í að taka til á skrifborðinu okkar í lok hvers vinnudags. Oftar en ekki leiðir þessi aukna virkni til þess að við erum yfir vikuna að hreyfa okkur aðeins meira. Því það að gera meira og í betri líðan, skilar sér oft í meiri hreyfingu, þótt það hafi ekki verið markmiðið í sjálfu sér. 10. Aukin sjálfsvitund Það felst ákveðið frelsi í því að hætta að eltast við endurgjöf frá öðrum á Facebook. Að hætta að fylgjast með því hvað við erum að fá mörg „líkar við,“ flest viðbrögð við færslum eða fylgjast sem best með. Þegar að við hættum að eltast við þetta, eykst sjálfsvitundin okkar og við erum líklegri til að læra að njóta augnabliksins. 11. Hæfnin til að taka ákvarðanir eykst Rannsóknir hafa sýnt að allt að helmingur fólks sem notar Facebook, myndar sér skoðanir byggðar á því sem fólk sér þar. Skoðunin mótast af því sem vinir eða vandamenn eru að segja eða gera. Sumir mynda sér ekki einu sinni skoðanir á áramótaskaupinu fyrr en það er búið að kíkja á Facebook eða Twitter fyrst. Skrolla yfir skoðanir annarra og segja síðan hvað þeim finnst. Að hætta á samfélagsmiðlum, eða draga verulega úr notkun þeirra, skilar sér því einnig í því að þú ferð að treysta betur á þínar eigin skoðanir og sannfæringu. Og tekur oftar sjálfstæðar ákvarðanir. 12. Minni neikvæðni Það er staðreynd að samfélagsmiðlarnir eru vettvangur kvartana og útrásar fyrir óánægju og reiði. Þótt þú takir ekki þátt í því með beinum hætti, er erfitt að smitast ekki af neinu. Bara það eitt að draga úr notkuninni þannig að hún takmarkist við stuttan tíma á dag, til dæmis hámark 20 mínútur að kveldi, þýðir að neikvæðni annars fólks er ekki að hafa áhrif á þig allan daginn. Sem aftur skilar sér í því að þér líður betur, bæði í vinnu og utan vinnu. 13. Tilfinningagreindin eykst Eitt af því sem mun skipta enn meira máli á vinnumarkaði framtíðarinnar er tilfinningagreind. Þetta orð fór að skjóta upp kollinum samhliða umræðum um fjórðu iðnbyltinguna og það hvernig stafrænn heimur mun smátt og smátt breyta stórum hluta starfa. Sterk tilfinningagreind er því góður eiginleiki fyrir starfsframann og einn þeirra eiginleika fólks sem verður eftirsóttari í framtíðinni miðað við það sem nú er.
Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00 Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49
Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00
Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00