Væri hægt að manna stöður með landvörðum og fólki á vegum atvinnuátaks stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:49 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum, föstudagskvöldið 19. mars, hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum staðið vaktina á gosslóðum og verið göngufólki innan handar; vaktað, leiðbeint og í sumum tilfellum, bjargað. Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá upphafi goss þykir ljóst að fyrirkomulagið gengur ekki til lengdar og hafa bæjaryfirvöld í Grindavík leitað lausna til að leysa björgunarsveitir af hólmi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir margar hugmyndir þar að lútandi hafa verið settar fram. Efst á blaði er að ráða landverði til að vera göngufólki innan handar. „Við höfum verið að horfa til úrræðisins sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á sem heitir „Hefjum störf“ og Vinnumálastofnun er með tengingu við það. Við sjáum fyrir okkur að hægt væri að ráða fólk á þessum forsendum, fólk sem hefur kannski misst vinnuna og kemur til dæmis úr ferðaþjónustu. Það er vant því að leiðbeina og hafa eftirlit með komufarþegum.“ Björgunarsveitirnar hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar í öllum veðrum og sinnt hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum sem upp hafa komið frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum.Vísir/Vilhelm Einnig er til skoðunar að ráða landverði til að manna stöður. Þá stendur til að ráða framhalds- og háskólanema, sem ekki hafa fengið sumarvinnu, til að aðstoða við stígagerð og fleira. „Líkt og við höfum sagt Umhverfisstofnun eru landverðirnir vanir þessum aðstæðum. Þeir gætu líka komið til aðstoðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá ráðleggingar um hvernig best er að velja til þessara starfa. […] Þannig væri hægt að mynda öflugt teymi sem tæki við af björgunarsveitunum sem myndu eftir sem áður vera þeir aðilar sem koma til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á á gönguleiðinni. Aðrir gætu sinnt venjulegri gæslu og leiðbeint.“ Í hádeginu komu viðbragðsaðilar sér fyrir á gosslóðum en þá var opnað fyrir almenningi. Í dag berst gasmengun líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að svæðið sé ekki fyrir lítil börn, þau séu viðkvæm og nær jörðinni en hinir eldri og því útsettari fyrir skaðlegum lofttegundum. Svæðinu verður lokað klukkan níu í kvöld. Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá upphafi goss þykir ljóst að fyrirkomulagið gengur ekki til lengdar og hafa bæjaryfirvöld í Grindavík leitað lausna til að leysa björgunarsveitir af hólmi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir margar hugmyndir þar að lútandi hafa verið settar fram. Efst á blaði er að ráða landverði til að vera göngufólki innan handar. „Við höfum verið að horfa til úrræðisins sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á sem heitir „Hefjum störf“ og Vinnumálastofnun er með tengingu við það. Við sjáum fyrir okkur að hægt væri að ráða fólk á þessum forsendum, fólk sem hefur kannski misst vinnuna og kemur til dæmis úr ferðaþjónustu. Það er vant því að leiðbeina og hafa eftirlit með komufarþegum.“ Björgunarsveitirnar hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar í öllum veðrum og sinnt hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum sem upp hafa komið frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum.Vísir/Vilhelm Einnig er til skoðunar að ráða landverði til að manna stöður. Þá stendur til að ráða framhalds- og háskólanema, sem ekki hafa fengið sumarvinnu, til að aðstoða við stígagerð og fleira. „Líkt og við höfum sagt Umhverfisstofnun eru landverðirnir vanir þessum aðstæðum. Þeir gætu líka komið til aðstoðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá ráðleggingar um hvernig best er að velja til þessara starfa. […] Þannig væri hægt að mynda öflugt teymi sem tæki við af björgunarsveitunum sem myndu eftir sem áður vera þeir aðilar sem koma til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á á gönguleiðinni. Aðrir gætu sinnt venjulegri gæslu og leiðbeint.“ Í hádeginu komu viðbragðsaðilar sér fyrir á gosslóðum en þá var opnað fyrir almenningi. Í dag berst gasmengun líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að svæðið sé ekki fyrir lítil börn, þau séu viðkvæm og nær jörðinni en hinir eldri og því útsettari fyrir skaðlegum lofttegundum. Svæðinu verður lokað klukkan níu í kvöld.
Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57
Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05
Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01