„Vorum miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 14:00 Glódís Perla Viggósdóttir í leik Íslands og Ítalíu í Coverciano í fyrradag. getty/Gabriele Maltinti Glódís Perla Viggósdóttir fagnar breyttum leikstíl íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar þar sem meiri áhersla er lögð á að halda boltanum. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40. EM 2021 í Englandi Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40.
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Sjá meira