„Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 9. apríl 2021 18:46 Arnar Daði ræddi við Stöð 2 og Vísi í dag. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Stöð 2 og Vísi æfingabannið hér á landi. Hann segist ekki viss um að öll lið landsins séu að fara eftir settum reglum. „Maður hefur lært á þessu ári sem þetta er í gangi að maður veit aldrei við hverju á að búast þegar Þríeykið, heilbrigðisráðherra og fleiri halda þessa fréttamannafundi. Það væri athyglisvert að fara yfir tímalínuna í þessu.“ „Við vorum að spila í október þegar það var fjöldi smita í landinu og núna megum við varla sjást þó það séu bara 3-4 smit. Maður veit aldrei við hverju má búast og það er ótrúlegt að ári seinna sé ekki komin nein skýr lína sem samböndin eða félögin getum byggt okkar áætlanir á. Á sunnudagskvöldi veit maður varla hvernig næsta vika verður,“ sagði Arnar Daði um óvænt æfinga- og keppnisbann sem sett var á fyrir nokkrum vikum. „Við vorum að vonast eftir því í desember að sérsamböndin myndu passa það að það myndi ekki allt fara í lás þó það myndu smit blossa upp hér eða þar. Greinilegt að það er ekki mikið að gerast bakvið tjöldin hjá sérböndunum,“ bætti þjálfari Gróttu við. Arnar segist vera heppinn að geta verið í íþróttasalnum 3-4 tíma á dag til að stýra æfingum í litlum hópum. Hann er ekki viss um að allir þjálfarar búi svo vel. „Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu.“ „Nei ég er ekki bjartsýnn sko, ég er heldur ekkert svartsýnn. Ég bara nenni ekki að spá í þessu,“ sagði Arnar Daði einnig um framhaldið. Það virðist þó vera rofa til og samkvæmt fréttum dagsins á að leyfa íþróttir á nýjan leik við fyrsta tækifæri. Klippa: Arnar Daði þreyttur á skorti á upplýsingum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Maður hefur lært á þessu ári sem þetta er í gangi að maður veit aldrei við hverju á að búast þegar Þríeykið, heilbrigðisráðherra og fleiri halda þessa fréttamannafundi. Það væri athyglisvert að fara yfir tímalínuna í þessu.“ „Við vorum að spila í október þegar það var fjöldi smita í landinu og núna megum við varla sjást þó það séu bara 3-4 smit. Maður veit aldrei við hverju má búast og það er ótrúlegt að ári seinna sé ekki komin nein skýr lína sem samböndin eða félögin getum byggt okkar áætlanir á. Á sunnudagskvöldi veit maður varla hvernig næsta vika verður,“ sagði Arnar Daði um óvænt æfinga- og keppnisbann sem sett var á fyrir nokkrum vikum. „Við vorum að vonast eftir því í desember að sérsamböndin myndu passa það að það myndi ekki allt fara í lás þó það myndu smit blossa upp hér eða þar. Greinilegt að það er ekki mikið að gerast bakvið tjöldin hjá sérböndunum,“ bætti þjálfari Gróttu við. Arnar segist vera heppinn að geta verið í íþróttasalnum 3-4 tíma á dag til að stýra æfingum í litlum hópum. Hann er ekki viss um að allir þjálfarar búi svo vel. „Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu.“ „Nei ég er ekki bjartsýnn sko, ég er heldur ekkert svartsýnn. Ég bara nenni ekki að spá í þessu,“ sagði Arnar Daði einnig um framhaldið. Það virðist þó vera rofa til og samkvæmt fréttum dagsins á að leyfa íþróttir á nýjan leik við fyrsta tækifæri. Klippa: Arnar Daði þreyttur á skorti á upplýsingum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira