Erlent

Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni

Kjartan Kjartansson skrifar
Bóluefni Janssen/Johnson&Johnson hefur verið gefið hátt í fimm milljónum manna í Bandaríkjunum. Af þeim hefur verið tilkynnt um fjögur tilfelli blóðtappa.
Bóluefni Janssen/Johnson&Johnson hefur verið gefið hátt í fimm milljónum manna í Bandaríkjunum. Af þeim hefur verið tilkynnt um fjögur tilfelli blóðtappa. Vísir/EPA

Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna.

Tilkynnt hefur verið um fjögur tilfelli alvarlega blóðtappa í kjölfarið á bólusetningu með efni Janssen. Eitt tilfelli kom upp í tilraunum með bóluefnið og þrjú við almenna bólusetningu í Bandaríkjunum. Einn lést af völdum blóðtappa. Samkvæmt tölum bandarísku sóttvarnastofnunarinnar CDC hafa tæpar 4,9 milljónir manna verið bólusettar með Janssen-bóluefninu vestanhafs.

Janssen-bóluefnið er notað með neyðarheimild í Bandaríkjunum en það fékk markaðsleyfi í Evrópu í mars. Ekki er byrjað að nota efnið í Evrópu en í tilkynningu frá sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) kemur fram að til standi að gera það á næstu vikum í nokkrum ríkjum.

Sérfræðinefndin metur nú hvort að tilefni sé til að grípa til einhverra ráðstafana eins og að uppfæra fylgiseðil með bóluefninu eins og mælt var með vegna sjaldgæfra blóðtappa sem komu upp hjá þeim sem fengu bóluefni AstraZeneca.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×