Sport

Ólympíumeistari lést af völdum veirunnar

Sindri Sverrisson skrifar
Diana Igaly varð ólympíumeistari í Aþenu 2004.
Diana Igaly varð ólympíumeistari í Aþenu 2004. Getty/Julian Finney

Ungverska skotfimikonan Diána Igaly lést í gær, 56 ára að aldri, eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Igaly vann sig inn í hug og hjörtu ungversku þjóðarinnar þegar hún steig sigurdans eftir að hafa orðið ólympíumeistari í Aþenu árið 2004.

Igaly hafði áður unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney fjórum árum fyrr en hún keppti í leirdúfuskotfimi með haglabyssu (skeet).

Auk verðlaunanna á Ólympíuleikum vann Igaly til fjögurra heimsmeistaratitla. Fyrst á HM í Moskvu árið 1990 og svo aftur árin 1994, 1998 og 2002.

Igaly var sex sinnum útnefnd skotfimimaður ársins í Ungverjalandi (1994, 1998, 1999, 2000, 2002 og 2004).

Samkvæmt ungverskum miðlum lést Igaly á sjúkrahúsi eftir að hafa veikst af kórónuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×