Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 06:50 „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja.“ Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. Lögmaðurinn Neil Astles, 59 ára, fékk fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca 17. mars síðastliðinn en lést á páskadag eftir tíu daga af síversnandi höfuðverkjum og versnandi sjón. Systir hans, Dr. Alison Astles, sem starfar við University of Huddersfield, sagði í samtali við Daily Telegraph að Neil hefði verið „ótrúlega óheppinn“ og hvatti fólk til að þiggja bóluefnið frá AstraZeneca því þannig myndu færri deyja. Dr. Astles sagði í samtali við Radio 4 að læknar á spítalanum þar sem bróðir hennar lést væru 99,9 prósent vissir um að veikindi hans tengdust bólusetningunni, þrátt fyrir að endanlegar niðurstöður lægju ekki fyrir. Hún sagði að sem lyfjafræðingur vissi hún hins vegar að líkurnar á því að deyja af völdum bóluefnisins væru örlitlar. Samkvæmt nýjustu tölum bresku lyfjastofnunarinnar (MHRA) höfðu 79 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca borist 31. mars síðastliðinn og þar af höfðu nítján látist. Sama dag höfðu 20,2 milljón skammtar af bóluefninu verið gefnir á Bretlandseyjum, sem þýðir að um það bil fjórir af milljón eiga á hættu að fá blóðtappa. „Tilfinningalega erum við algjörlega öskureið. Við þjáumst. En það er ekkert til að vera reiður yfir. Bróðir minn var bara ótrúlega óheppinn,“ segir Dr. Astles. „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja. Við treystum ferlinu, við treystum eftirlitsaðilanum, og þrátt fyrir það sem hefur hent fjölskylduna okkar viljum við ekki að fólk hræðist. Það eru skilaboðin sem við viljum senda.“ Guardian greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Lögmaðurinn Neil Astles, 59 ára, fékk fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca 17. mars síðastliðinn en lést á páskadag eftir tíu daga af síversnandi höfuðverkjum og versnandi sjón. Systir hans, Dr. Alison Astles, sem starfar við University of Huddersfield, sagði í samtali við Daily Telegraph að Neil hefði verið „ótrúlega óheppinn“ og hvatti fólk til að þiggja bóluefnið frá AstraZeneca því þannig myndu færri deyja. Dr. Astles sagði í samtali við Radio 4 að læknar á spítalanum þar sem bróðir hennar lést væru 99,9 prósent vissir um að veikindi hans tengdust bólusetningunni, þrátt fyrir að endanlegar niðurstöður lægju ekki fyrir. Hún sagði að sem lyfjafræðingur vissi hún hins vegar að líkurnar á því að deyja af völdum bóluefnisins væru örlitlar. Samkvæmt nýjustu tölum bresku lyfjastofnunarinnar (MHRA) höfðu 79 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca borist 31. mars síðastliðinn og þar af höfðu nítján látist. Sama dag höfðu 20,2 milljón skammtar af bóluefninu verið gefnir á Bretlandseyjum, sem þýðir að um það bil fjórir af milljón eiga á hættu að fá blóðtappa. „Tilfinningalega erum við algjörlega öskureið. Við þjáumst. En það er ekkert til að vera reiður yfir. Bróðir minn var bara ótrúlega óheppinn,“ segir Dr. Astles. „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja. Við treystum ferlinu, við treystum eftirlitsaðilanum, og þrátt fyrir það sem hefur hent fjölskylduna okkar viljum við ekki að fólk hræðist. Það eru skilaboðin sem við viljum senda.“ Guardian greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira