„Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 23:33 Sigríður Andersen telur sóttvarnaaðgerðir geta haft heilsufarsleg áhrif á þjóðina til lengri tíma. Þá sé óraunhæft að stefna að veirufríu samfélagi. Vísir/Vilhelm „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að markmiðin með sóttvarnaaðgerðum væru nokkuð ljós; stefnan væri sett á veirufrítt samfélag áður en ráðist yrði í tilslakanir. Það sjónarmið væri meðal annars byggt á upplýsingum um breska afbrigðið sem væri í útbreiðslu um alla heimsálfuna. Sigríður lýsti þeirri skoðun sinni í Reykjavík síðdegis í dag að sóttvarnayfirvöld þyrftu að hafa heildarmyndina í huga. Í síðustu viku hefðu bæði forsætisráðherra og ferðamálaskoðun sagt veirufrítt samfélag óraunhæft markmið og hún væri sammála því. „Hann kynnir þetta svona en ég held að það væri áhugavert að heyra hvað þeir sem ætla að sigla þessari skútu segja. Hvort þeir taki undir þetta markmið. Mér finnst þetta bratt markmið, og ég held að það sé algjörlega óraunhæft og ég held að þetta kosti alltof mikið,“ segir Sigríður. „Heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma“ Að hennar mati þurfi að taka fleiri þætti inn í myndina og ekki aðeins líta á aðgerðir út frá „þröngum lýðheilsuvinkli“. Hún skildi þó afstöðu sóttvarnalæknis, sem væri að reyna að stöðva útbreiðslu faraldursins á skilvirkan hátt, en ráðamenn þyrftu að líta til fleiri þátta. „Það hefur auðvitað heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma. Það er ekki víst að allir munu tengja við það eftir tvö ár þegar menn kannski ganga inn á spítalann og hefðu mátt búast við betri þjónustu heldur en þeir fá þá, af því það hefur ekki verið hægt að efla hann með sama hætti og menn höfðu áform um áður en veiran kom.“ Aðspurð hvort hún myndi styðja lagabreytingar til þess að renna stoðum undir þá reglugerð sem var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist Sigríður ekki gera það. „Nei, og heilbrigðisráðherra sjálfur hafði ekki hug á því þegar hún lagði sjálf fram frumvarpið. Ef við hefðum samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra óbreytt, þá var þessi lagaheimild ekki til staðar. Hún hefði ekki verið lagagrundvöllur, sú lagabreyting, fyrir þessari reglugerð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að markmiðin með sóttvarnaaðgerðum væru nokkuð ljós; stefnan væri sett á veirufrítt samfélag áður en ráðist yrði í tilslakanir. Það sjónarmið væri meðal annars byggt á upplýsingum um breska afbrigðið sem væri í útbreiðslu um alla heimsálfuna. Sigríður lýsti þeirri skoðun sinni í Reykjavík síðdegis í dag að sóttvarnayfirvöld þyrftu að hafa heildarmyndina í huga. Í síðustu viku hefðu bæði forsætisráðherra og ferðamálaskoðun sagt veirufrítt samfélag óraunhæft markmið og hún væri sammála því. „Hann kynnir þetta svona en ég held að það væri áhugavert að heyra hvað þeir sem ætla að sigla þessari skútu segja. Hvort þeir taki undir þetta markmið. Mér finnst þetta bratt markmið, og ég held að það sé algjörlega óraunhæft og ég held að þetta kosti alltof mikið,“ segir Sigríður. „Heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma“ Að hennar mati þurfi að taka fleiri þætti inn í myndina og ekki aðeins líta á aðgerðir út frá „þröngum lýðheilsuvinkli“. Hún skildi þó afstöðu sóttvarnalæknis, sem væri að reyna að stöðva útbreiðslu faraldursins á skilvirkan hátt, en ráðamenn þyrftu að líta til fleiri þátta. „Það hefur auðvitað heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma. Það er ekki víst að allir munu tengja við það eftir tvö ár þegar menn kannski ganga inn á spítalann og hefðu mátt búast við betri þjónustu heldur en þeir fá þá, af því það hefur ekki verið hægt að efla hann með sama hætti og menn höfðu áform um áður en veiran kom.“ Aðspurð hvort hún myndi styðja lagabreytingar til þess að renna stoðum undir þá reglugerð sem var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist Sigríður ekki gera það. „Nei, og heilbrigðisráðherra sjálfur hafði ekki hug á því þegar hún lagði sjálf fram frumvarpið. Ef við hefðum samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra óbreytt, þá var þessi lagaheimild ekki til staðar. Hún hefði ekki verið lagagrundvöllur, sú lagabreyting, fyrir þessari reglugerð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07