Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 17:06 Björgvin Páll í leik með Haukum á yfirstandandi leiktíð, sem verður jafn framt hans síðasta á Ásvöllum. Hann mun ganga til liðs við Val í sumar. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, tjáði sig um kórónufaraldurinn og stöðu íþróttafólks hér á landi á Facebook-síðu sinni í dag. Pistilinn í heild sinni má finna neðst í fréttinni. „Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björgvin Páll til að byrja með. Hann hefur ekkert á móti því að gripið sé inn í og styður harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en hann vill hins vegar sjá boðum og bönnum aflétt þegar það á við. „Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6 til 10 metra fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín.“ Sjá ekki fram á að geta klárað tímabilið „Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá. Með þessu áframhaldi sjáum við íþróttafólkið fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar.“ „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta. Þetta snýst ekki bara um boltaleik, þetta snýst um að halda íþróttum landsins lifandi. Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanna okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið.“ „Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum.“ „Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það.“ Til í sóttvarnarhótel ef það þýðir meira frelsi „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra.“ „Öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum. Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu... en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni.“ „Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“ Varúð covid-status! Hef lítið tjáð mig um þessi mál öll en eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Thursday, April 8, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
„Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björgvin Páll til að byrja með. Hann hefur ekkert á móti því að gripið sé inn í og styður harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en hann vill hins vegar sjá boðum og bönnum aflétt þegar það á við. „Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6 til 10 metra fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín.“ Sjá ekki fram á að geta klárað tímabilið „Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá. Með þessu áframhaldi sjáum við íþróttafólkið fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar.“ „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta. Þetta snýst ekki bara um boltaleik, þetta snýst um að halda íþróttum landsins lifandi. Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanna okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið.“ „Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum.“ „Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það.“ Til í sóttvarnarhótel ef það þýðir meira frelsi „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra.“ „Öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum. Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu... en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni.“ „Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“ Varúð covid-status! Hef lítið tjáð mig um þessi mál öll en eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Thursday, April 8, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira