Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2021 09:56 Kolbeinn Óttarsson Proppé tjáir sig einlæglega um prófkjörsugg en rafrænt forval verður haldið um helgina og ræðst þá hvernig raðast á lista VG í Suðurkjördæmi. vísir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. „Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða ekki.“ Svo hefst pistill sem Kolbeinn birtir á Facebooksíðu sinni nú í morgun: „Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing.“ Harður slagur um efsta sæti á lista Rafrænt forval Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fer fram nú um helgina. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi: Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Róbert Marshall, leiðsögumaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og svo Kolbeinn bjóða sig fram í fyrsta sæti. Ljóst er að hart verður barist um efsta sæti á lista og líkt og Kolbeinn kemur inn á sínum pistli getur enginn gengið að neinu vísu, ekki einu sinni því að Vinstri græn fái þingmann í kjördæminu. Tekur á andlega Kolbeinn segir að hann hafi sem blaðamaður skrifað um þingmenn í prófkjöri, talað við þá sagt af þeim fréttir. En aldrei almennilega skilið hvernig þeim líður. „Auðvitað er fólk líka ólíkt og það hvernig mér líður segir ekki til um hvernig öðrum gerir það. Helst minnir þetta mig á mörg mánaðamótin á Fréttablaðinu eftir hrun, þegar maður mátti alltaf eiga von á því að einhverjum yrði sagt upp. Verð það ég núna?“ Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Fimmtudagur, 8. apríl 2021 Síðustu vikur og mánuðir hafa verið hektískir, að sögn Kolbeins. Hann segist hafa, eftir að ákvörðun lá fyrir, einsett sér að fara um allt og hitta sem flesta. Kynnast stöðunni og heyra í fólki. Þegar það svo leggst saman við þing- og nefndafundi og aðra fundi fækkar frídögum snarlega. „Þetta tekur furðulega á andlega. Ég nenni ekki að þykjast láta sem þetta hafi engin áhrif, það væri einfaldlega rangt,“ segir Kolbeinn, einlægur á Facebook-síðu sinni. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða ekki.“ Svo hefst pistill sem Kolbeinn birtir á Facebooksíðu sinni nú í morgun: „Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing.“ Harður slagur um efsta sæti á lista Rafrænt forval Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fer fram nú um helgina. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi: Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Róbert Marshall, leiðsögumaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og svo Kolbeinn bjóða sig fram í fyrsta sæti. Ljóst er að hart verður barist um efsta sæti á lista og líkt og Kolbeinn kemur inn á sínum pistli getur enginn gengið að neinu vísu, ekki einu sinni því að Vinstri græn fái þingmann í kjördæminu. Tekur á andlega Kolbeinn segir að hann hafi sem blaðamaður skrifað um þingmenn í prófkjöri, talað við þá sagt af þeim fréttir. En aldrei almennilega skilið hvernig þeim líður. „Auðvitað er fólk líka ólíkt og það hvernig mér líður segir ekki til um hvernig öðrum gerir það. Helst minnir þetta mig á mörg mánaðamótin á Fréttablaðinu eftir hrun, þegar maður mátti alltaf eiga von á því að einhverjum yrði sagt upp. Verð það ég núna?“ Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Fimmtudagur, 8. apríl 2021 Síðustu vikur og mánuðir hafa verið hektískir, að sögn Kolbeins. Hann segist hafa, eftir að ákvörðun lá fyrir, einsett sér að fara um allt og hitta sem flesta. Kynnast stöðunni og heyra í fólki. Þegar það svo leggst saman við þing- og nefndafundi og aðra fundi fækkar frídögum snarlega. „Þetta tekur furðulega á andlega. Ég nenni ekki að þykjast láta sem þetta hafi engin áhrif, það væri einfaldlega rangt,“ segir Kolbeinn, einlægur á Facebook-síðu sinni.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira