Hefur hafnað samstarfssamningum að andvirði 17 milljónum dala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 08:23 Amanda Gorman er 23 ára og fyrsta ljóðskáldið til að prýða forsíðu Vogue. epa/Patrick Semansky Ljóðskáldið Amanda Gorman segist hafa hafnað samstarfssamningnum fyrir um 17 milljónir Bandaríkjadala, þar sem umrædd fyrirtæki hafi ekki „talað til hennar“. Gorman öðlaðist heimsfrægð þegar hún flutti ljóð sitt The Hill We Climb við innsetningarathöfn Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hún er fyrsta ljóðskáldið til að prýða forsíðu tískutímaritsins Vogue. „Ég fór raunar ekki yfir smáatriðin því ef þú sérð eitthvað og það er um að ræða hundrað milljónir dala þá ferðu að hugsa af hverju það meikar sens,“ sagði Gorman um eitt samstarfstilboðið. Hún sagðist gera þá kröfu til sjálfrar sín að taka aðeins þátt í verkefnum sem töluðu til hennar. Gorman, sem er 23 ára gömul, skrifaði undir samning við IMG Models skömmu eftir innsetningarathöfnina en sagðist í samtali við Vogue hafa blendar tilfinningar gagnvart því að vera orðin „áhrifavaldur“. Honored to be the first poet EVER on the cover of @voguemagazine , & what a joy to do so while wearing a Black designer, @virgilabloh . This is called the Rise of Amanda Gorman, but it's truly for all of you, both named & unseen, who lift me up 🕊🦋Love, Amanda https://t.co/PFkEzv1kta— Amanda Gorman (@TheAmandaGorman) April 7, 2021 Rauða Prada-hárbandið sem hún bar við athöfnina seldist upp í kjölfarið og þá fjölgaði leitum að „gular kápur“ um 1.328 prósent samkvæmt tískuleitarvélinni Lyst. Gorman sagði við Vogue að þegar hún kæmi fram sem „fyrirsæta“ þá væri það ekki líkami hennar sem væri fókusinn, heldur rödd hennar. Þá sagðist hún gjalda varhug við því að vera haldið á lofti sem fyrirmynd. „Ég vil ekki vera eitthvað sem verður að búri,“ sagði hún. „Þar sem þú verður að vera „Amanda Gorman“ og fara í Harvard til að njóta velgengni sem svört stúlka. Ég vil að einhver komi og brjóti upp það fordæmi sem ég hef sett.“ Bandaríkin Ljóðlist Tíska og hönnun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Gorman öðlaðist heimsfrægð þegar hún flutti ljóð sitt The Hill We Climb við innsetningarathöfn Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hún er fyrsta ljóðskáldið til að prýða forsíðu tískutímaritsins Vogue. „Ég fór raunar ekki yfir smáatriðin því ef þú sérð eitthvað og það er um að ræða hundrað milljónir dala þá ferðu að hugsa af hverju það meikar sens,“ sagði Gorman um eitt samstarfstilboðið. Hún sagðist gera þá kröfu til sjálfrar sín að taka aðeins þátt í verkefnum sem töluðu til hennar. Gorman, sem er 23 ára gömul, skrifaði undir samning við IMG Models skömmu eftir innsetningarathöfnina en sagðist í samtali við Vogue hafa blendar tilfinningar gagnvart því að vera orðin „áhrifavaldur“. Honored to be the first poet EVER on the cover of @voguemagazine , & what a joy to do so while wearing a Black designer, @virgilabloh . This is called the Rise of Amanda Gorman, but it's truly for all of you, both named & unseen, who lift me up 🕊🦋Love, Amanda https://t.co/PFkEzv1kta— Amanda Gorman (@TheAmandaGorman) April 7, 2021 Rauða Prada-hárbandið sem hún bar við athöfnina seldist upp í kjölfarið og þá fjölgaði leitum að „gular kápur“ um 1.328 prósent samkvæmt tískuleitarvélinni Lyst. Gorman sagði við Vogue að þegar hún kæmi fram sem „fyrirsæta“ þá væri það ekki líkami hennar sem væri fókusinn, heldur rödd hennar. Þá sagðist hún gjalda varhug við því að vera haldið á lofti sem fyrirmynd. „Ég vil ekki vera eitthvað sem verður að búri,“ sagði hún. „Þar sem þú verður að vera „Amanda Gorman“ og fara í Harvard til að njóta velgengni sem svört stúlka. Ég vil að einhver komi og brjóti upp það fordæmi sem ég hef sett.“
Bandaríkin Ljóðlist Tíska og hönnun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira