Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Kjartan Kjartansson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. apríl 2021 18:02 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. Héraðdómur úrskurðaði að ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli um páskana. Reglugerð um það skorti jafnframt stoð í lögum. Sóttvarnalæknir kærði úrskurðinn til Landsréttar í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Frávísunin þýðir að úrskurðurinn um ólögmæti sóttvarnaaðgerðarinnar stendur. Þrír dómarar Landsréttar sem vísuðu kæru sóttvarnalæknis frá sögðu hann skorta lögvarða hagsmuni af því að dómurinn leysti úr kröfunni. Rök þeirra voru þau að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar. Þá hefðu einstaklingarnir sem kærðu skyldudvöl sína á hótelinu þegar fengið neikvætt úr seinni sýnatöku og dvöl þeirra á hótelinu hefði því hvort eð er verið lokið nú. Landsréttur tók því ekki afstöðu til þess hvort að skyldudvöl í sóttvarnahúsi samræmist lögum. Álit dómaranna á kröfu sóttvarnalæknis kom fram í úrskurðum í fjórum málum sem voru nær samhljóða fyrir utan aðstæður hvers og eins kæranda til héraðsdóms. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í dag ekki ætla að veita viðbrögð við niðurstöðu Landsréttar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hans, segir að sóttvarnayfirvöld ætli að nýta kvöldið til þess að gaumgæfa frávísunina og finna út næstu skref. Í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en Landsréttur vísaði kærunni frá í dag sagði Þórólfur að finna yrði úrræði til þess að lágmarka smit sem koma inn í landið innan þess lagaramma sem er til staðar yrði úrskurður héraðsdóms staðfestur. Hann sagðist telja að það veiktu sóttvarnir hér á landi verulega. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sóttvarnalækni hafa gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út lagastoð. Þórólfur hefur sagt að hann hafi lagt fram tillögu um að skikka ferðalanga sem koma frá löndum sem eru skilgreind með mikla útbreiðslu kórónuveirusmita í sóttkví á sérstöku sóttkvíarhóteli vegna tilfella þar sem fólk sem átti að vera í sóttkví heima hjá sér eftir komu til landsins hafi rofið sóttkvína. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Héraðdómur úrskurðaði að ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli um páskana. Reglugerð um það skorti jafnframt stoð í lögum. Sóttvarnalæknir kærði úrskurðinn til Landsréttar í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Frávísunin þýðir að úrskurðurinn um ólögmæti sóttvarnaaðgerðarinnar stendur. Þrír dómarar Landsréttar sem vísuðu kæru sóttvarnalæknis frá sögðu hann skorta lögvarða hagsmuni af því að dómurinn leysti úr kröfunni. Rök þeirra voru þau að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist við úrskurði héraðsdóms með því að leyfa fólki á sóttkvíarhótelinu að yfirgefa það ef það hefði aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar. Þá hefðu einstaklingarnir sem kærðu skyldudvöl sína á hótelinu þegar fengið neikvætt úr seinni sýnatöku og dvöl þeirra á hótelinu hefði því hvort eð er verið lokið nú. Landsréttur tók því ekki afstöðu til þess hvort að skyldudvöl í sóttvarnahúsi samræmist lögum. Álit dómaranna á kröfu sóttvarnalæknis kom fram í úrskurðum í fjórum málum sem voru nær samhljóða fyrir utan aðstæður hvers og eins kæranda til héraðsdóms. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í dag ekki ætla að veita viðbrögð við niðurstöðu Landsréttar. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hans, segir að sóttvarnayfirvöld ætli að nýta kvöldið til þess að gaumgæfa frávísunina og finna út næstu skref. Í viðtali á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en Landsréttur vísaði kærunni frá í dag sagði Þórólfur að finna yrði úrræði til þess að lágmarka smit sem koma inn í landið innan þess lagaramma sem er til staðar yrði úrskurður héraðsdóms staðfestur. Hann sagðist telja að það veiktu sóttvarnir hér á landi verulega. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sóttvarnalækni hafa gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út lagastoð. Þórólfur hefur sagt að hann hafi lagt fram tillögu um að skikka ferðalanga sem koma frá löndum sem eru skilgreind með mikla útbreiðslu kórónuveirusmita í sóttkví á sérstöku sóttkvíarhóteli vegna tilfella þar sem fólk sem átti að vera í sóttkví heima hjá sér eftir komu til landsins hafi rofið sóttkvína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira