Fótbolti

Í fangelsi í Dan­mörku fyrir að hrinda dómara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga

29 ára knattspyrnumaður hefur verið dæmdur í tuttugu daga fangelsi fyrir að hrinda kvenkyns dómara í leik í neðri deildum Danmerkur.

Knattspyrnumaðurinn var rekinn af velli í leik Egernsund KIF og Egen UI í utandeildinni í Danmörku og við það var hann ekki sáttur.

Hann hrinti dómara leiksins, sem hin átján ára gamla Julie Alsbro, hrækti í átt að henni og kallaði hana öllum illum nöfnum.

Nú hefur hann, samkvæmt JydskeVestkysten, verið dæmdur í tuttugu daga fangelsi fyrir ofbeldið og að auki í sex leikja bann.

Dómarinn tjáði sig um atvikið í samtali við vefsíðuna Bold í desember þar sem hún sagði að atvikið hafi haft mikil áhrif á hana.

Viðtalið má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×