Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 15:04 Hunter Biden ásamt föður sínum, Joe Biden Bandaríkjaforseta, árið 2016. Getty/Teresa Kroeger Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. Repúblikanar beindu spjótum sínum einkum að Hunter Biden til að ná höggi á föður hans í aðdraganda forsetakosninganna nú í nóvember. Aðkoma Bidens yngri að stjórn áðurnefnds fyrirtækis vakti tortryggni um svipað leyti og vantrauststillaga á hendur Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, var til umfjöllunnar í fyrra. Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sinni hálfu að sitja í stjórn fyrirtækisins á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu. Hann áréttaði þessa afstöðu sína í viðtalinu við BBC, sem tekið er í aðdraganda útgáfu nýrrar sjálfsævisögu hans, en sagðist þó hafa uppfyllt þau skilyrði sem krafist var til að gegna stöðunni. Móðir Bidens, Neilia, og Naomi, ársgömul systir hans, létust í bílslysi rétt fyrir jól 1972. Biden, sem var tveggja ára þegar slysið varð, lýsti því í viðtalinu að áfallið hefði verið gríðarlegt og líklega stuðlað að fíknivandanum sem hann hefur glímt við á fullorðinsárum. Sú glíma hefur að miklu leyti verið háð fyrir opnum tjöldum en Hunter Biden hefur ítrekað ratað í fjölmiðla vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar sinnar. „Það er eitthvað sem vantar í kjarna hvers fíkils, sem honum finnst að þurfi að bæta upp fyrir. Ekkert getur nokkurn tímann bætt upp fyrir það. Og þess vegna deyfirðu sjálfan þig,“ sagði Biden. Þá hafi andlát bróður hans Beau, sem lést úr krabbameini árið 2015, einnig verið honum skelfilega þungbært. Biden lýsti því að eftir að Beau dó hefðu hugsanir hans leitað á „myrkan stað“. „Bróðir minn var nýdáinn, ég var skilinn við konuna mína, ég var aleinn í íbúð og var í raun að drekka mig í hel. Það var hryllilegt. Ég meina, sorg framkallar skrýtna hluti. Og þegar fíkn er komin í spilið er þetta mjög erfiður hlutur að yfirstíga.“ Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Repúblikanar beindu spjótum sínum einkum að Hunter Biden til að ná höggi á föður hans í aðdraganda forsetakosninganna nú í nóvember. Aðkoma Bidens yngri að stjórn áðurnefnds fyrirtækis vakti tortryggni um svipað leyti og vantrauststillaga á hendur Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, var til umfjöllunnar í fyrra. Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sinni hálfu að sitja í stjórn fyrirtækisins á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu. Hann áréttaði þessa afstöðu sína í viðtalinu við BBC, sem tekið er í aðdraganda útgáfu nýrrar sjálfsævisögu hans, en sagðist þó hafa uppfyllt þau skilyrði sem krafist var til að gegna stöðunni. Móðir Bidens, Neilia, og Naomi, ársgömul systir hans, létust í bílslysi rétt fyrir jól 1972. Biden, sem var tveggja ára þegar slysið varð, lýsti því í viðtalinu að áfallið hefði verið gríðarlegt og líklega stuðlað að fíknivandanum sem hann hefur glímt við á fullorðinsárum. Sú glíma hefur að miklu leyti verið háð fyrir opnum tjöldum en Hunter Biden hefur ítrekað ratað í fjölmiðla vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar sinnar. „Það er eitthvað sem vantar í kjarna hvers fíkils, sem honum finnst að þurfi að bæta upp fyrir. Ekkert getur nokkurn tímann bætt upp fyrir það. Og þess vegna deyfirðu sjálfan þig,“ sagði Biden. Þá hafi andlát bróður hans Beau, sem lést úr krabbameini árið 2015, einnig verið honum skelfilega þungbært. Biden lýsti því að eftir að Beau dó hefðu hugsanir hans leitað á „myrkan stað“. „Bróðir minn var nýdáinn, ég var skilinn við konuna mína, ég var aleinn í íbúð og var í raun að drekka mig í hel. Það var hryllilegt. Ég meina, sorg framkallar skrýtna hluti. Og þegar fíkn er komin í spilið er þetta mjög erfiður hlutur að yfirstíga.“
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25
Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33