Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 15:04 Hunter Biden ásamt föður sínum, Joe Biden Bandaríkjaforseta, árið 2016. Getty/Teresa Kroeger Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. Repúblikanar beindu spjótum sínum einkum að Hunter Biden til að ná höggi á föður hans í aðdraganda forsetakosninganna nú í nóvember. Aðkoma Bidens yngri að stjórn áðurnefnds fyrirtækis vakti tortryggni um svipað leyti og vantrauststillaga á hendur Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, var til umfjöllunnar í fyrra. Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sinni hálfu að sitja í stjórn fyrirtækisins á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu. Hann áréttaði þessa afstöðu sína í viðtalinu við BBC, sem tekið er í aðdraganda útgáfu nýrrar sjálfsævisögu hans, en sagðist þó hafa uppfyllt þau skilyrði sem krafist var til að gegna stöðunni. Móðir Bidens, Neilia, og Naomi, ársgömul systir hans, létust í bílslysi rétt fyrir jól 1972. Biden, sem var tveggja ára þegar slysið varð, lýsti því í viðtalinu að áfallið hefði verið gríðarlegt og líklega stuðlað að fíknivandanum sem hann hefur glímt við á fullorðinsárum. Sú glíma hefur að miklu leyti verið háð fyrir opnum tjöldum en Hunter Biden hefur ítrekað ratað í fjölmiðla vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar sinnar. „Það er eitthvað sem vantar í kjarna hvers fíkils, sem honum finnst að þurfi að bæta upp fyrir. Ekkert getur nokkurn tímann bætt upp fyrir það. Og þess vegna deyfirðu sjálfan þig,“ sagði Biden. Þá hafi andlát bróður hans Beau, sem lést úr krabbameini árið 2015, einnig verið honum skelfilega þungbært. Biden lýsti því að eftir að Beau dó hefðu hugsanir hans leitað á „myrkan stað“. „Bróðir minn var nýdáinn, ég var skilinn við konuna mína, ég var aleinn í íbúð og var í raun að drekka mig í hel. Það var hryllilegt. Ég meina, sorg framkallar skrýtna hluti. Og þegar fíkn er komin í spilið er þetta mjög erfiður hlutur að yfirstíga.“ Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Repúblikanar beindu spjótum sínum einkum að Hunter Biden til að ná höggi á föður hans í aðdraganda forsetakosninganna nú í nóvember. Aðkoma Bidens yngri að stjórn áðurnefnds fyrirtækis vakti tortryggni um svipað leyti og vantrauststillaga á hendur Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, var til umfjöllunnar í fyrra. Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sinni hálfu að sitja í stjórn fyrirtækisins á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu. Hann áréttaði þessa afstöðu sína í viðtalinu við BBC, sem tekið er í aðdraganda útgáfu nýrrar sjálfsævisögu hans, en sagðist þó hafa uppfyllt þau skilyrði sem krafist var til að gegna stöðunni. Móðir Bidens, Neilia, og Naomi, ársgömul systir hans, létust í bílslysi rétt fyrir jól 1972. Biden, sem var tveggja ára þegar slysið varð, lýsti því í viðtalinu að áfallið hefði verið gríðarlegt og líklega stuðlað að fíknivandanum sem hann hefur glímt við á fullorðinsárum. Sú glíma hefur að miklu leyti verið háð fyrir opnum tjöldum en Hunter Biden hefur ítrekað ratað í fjölmiðla vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar sinnar. „Það er eitthvað sem vantar í kjarna hvers fíkils, sem honum finnst að þurfi að bæta upp fyrir. Ekkert getur nokkurn tímann bætt upp fyrir það. Og þess vegna deyfirðu sjálfan þig,“ sagði Biden. Þá hafi andlát bróður hans Beau, sem lést úr krabbameini árið 2015, einnig verið honum skelfilega þungbært. Biden lýsti því að eftir að Beau dó hefðu hugsanir hans leitað á „myrkan stað“. „Bróðir minn var nýdáinn, ég var skilinn við konuna mína, ég var aleinn í íbúð og var í raun að drekka mig í hel. Það var hryllilegt. Ég meina, sorg framkallar skrýtna hluti. Og þegar fíkn er komin í spilið er þetta mjög erfiður hlutur að yfirstíga.“
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25
Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33