Líkti fremstu mönnum Arsenal við litla mafíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2021 13:30 Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette fengu á baukinn frá Gary Neville. getty/Stuart MacFarlane Gary Neville líkti sóknarmönnum Arsenal við litla mafíu sem hefðu snúist gegn stjóra liðsins, Mikel Arteta. Neville sagðist hafa þótt mjög óþægilegt að horfa á Arsenal í 3-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. „Í hálfleik fannst mér það sem ég hafði séð mjög óþægilegt. Eftir leikinn sat ég aðeins lengur og talaði við Martin Tyler. Mér leið ekki vel með það sem ég sá,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Það hefur nokkrum sinnum gerst í gegnum árin að ég hef reiðst eftir leiki en það er mjög sjaldgæft. Ég man eftir að QPR var lið sem ég var alls ekki hrifinn af þegar við vorum að byrja með Monday Night Football, mér fannst eitthvað rangt við Sunderland og nokkrum sinnum fannst mér Chelsea snúast gegn stjóranum sínum.“ Neville sagðist hafa upplifað það sama þegar hann horfði á leikmenn Arsenal. „Á laugardaginn fannst mér nokkrir leikmenn framarlega á vellinum vera eins og lítil mafía. Þetta virtist vera lítill hópur leikmanna sem leið ekki vel, eins og tengingin milli þeirra og stjórans væri ekki til staðar. Það leit út eins og stjórinn hefði fengið sig fullsaddan af þeim,“ sagði Neville. Hann sakaði fremstu menn Arsenal um að leggja sig ekki nógu mikið fram í leiknum gegn Liverpool og sagði að Martin Ødegaard hefði verið sá eini sem hefði reynt að pressa. „Ég myndi ganga svo langt að segja að hinir hefðu verið grín. Það var engin orka. Calum Chambers, sá heiðarlegi drengur, var að reyna að ýta við Nicolas Pepe. Mér fannst vanta meira framlag frá þeim,“ sagði Neville. „Mikel Arteta sagðist hafa verið brugðið. Ég held að hann hafi verið í áfalli yfir því sem hann sá frá fremstu mönnum sínum þegar Arsenal var ekki með boltann. Ég gæti sýnt tuttugu dæmi um það.“ Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Neville sagðist hafa þótt mjög óþægilegt að horfa á Arsenal í 3-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. „Í hálfleik fannst mér það sem ég hafði séð mjög óþægilegt. Eftir leikinn sat ég aðeins lengur og talaði við Martin Tyler. Mér leið ekki vel með það sem ég sá,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Það hefur nokkrum sinnum gerst í gegnum árin að ég hef reiðst eftir leiki en það er mjög sjaldgæft. Ég man eftir að QPR var lið sem ég var alls ekki hrifinn af þegar við vorum að byrja með Monday Night Football, mér fannst eitthvað rangt við Sunderland og nokkrum sinnum fannst mér Chelsea snúast gegn stjóranum sínum.“ Neville sagðist hafa upplifað það sama þegar hann horfði á leikmenn Arsenal. „Á laugardaginn fannst mér nokkrir leikmenn framarlega á vellinum vera eins og lítil mafía. Þetta virtist vera lítill hópur leikmanna sem leið ekki vel, eins og tengingin milli þeirra og stjórans væri ekki til staðar. Það leit út eins og stjórinn hefði fengið sig fullsaddan af þeim,“ sagði Neville. Hann sakaði fremstu menn Arsenal um að leggja sig ekki nógu mikið fram í leiknum gegn Liverpool og sagði að Martin Ødegaard hefði verið sá eini sem hefði reynt að pressa. „Ég myndi ganga svo langt að segja að hinir hefðu verið grín. Það var engin orka. Calum Chambers, sá heiðarlegi drengur, var að reyna að ýta við Nicolas Pepe. Mér fannst vanta meira framlag frá þeim,“ sagði Neville. „Mikel Arteta sagðist hafa verið brugðið. Ég held að hann hafi verið í áfalli yfir því sem hann sá frá fremstu mönnum sínum þegar Arsenal var ekki með boltann. Ég gæti sýnt tuttugu dæmi um það.“ Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira