Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 08:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Vísir hefur gert ítarleg skil, að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en lög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnahúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar.Vísir/vilhelm Fundurinn í velferðarnefnd er fjarfundur og hefst eins og áður segir klukkan tíu. Auk Svandísar og Þórólfs verða þar hinir ýmsu lögspekingar, að sögn Helgu Völu Helgadóttir, formanns velferðarnefndar. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn standi fram yfir hádegi. Staðan á öðrum fundahöldum Enginn ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ákveðið var fyrir nokkru síðan að fresta fundinum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er ráðgert annað en að næsti ríkisstjórnarfundur verði haldinn á föstudag. Þá verður hefðbundinn upplýsingafundur um stöðu kórónuveirufaraldursins haldinn í dag. Fundur viðbragðsaðila um ástandið á gosstöðvunum er hins vegar staðfestur nú klukkan níu en þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Vísir hefur gert ítarleg skil, að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en lög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnahúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar.Vísir/vilhelm Fundurinn í velferðarnefnd er fjarfundur og hefst eins og áður segir klukkan tíu. Auk Svandísar og Þórólfs verða þar hinir ýmsu lögspekingar, að sögn Helgu Völu Helgadóttir, formanns velferðarnefndar. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn standi fram yfir hádegi. Staðan á öðrum fundahöldum Enginn ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ákveðið var fyrir nokkru síðan að fresta fundinum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er ráðgert annað en að næsti ríkisstjórnarfundur verði haldinn á föstudag. Þá verður hefðbundinn upplýsingafundur um stöðu kórónuveirufaraldursins haldinn í dag. Fundur viðbragðsaðila um ástandið á gosstöðvunum er hins vegar staðfestur nú klukkan níu en þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05
Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49