Erlent

Aldrei fleiri greinst á einum degi

Sylvía Hall skrifar
Indverjar hafa boðað hertar aðgerðir á svæðum þar sem veiran er í mikilli útbreiðslu.
Indverjar hafa boðað hertar aðgerðir á svæðum þar sem veiran er í mikilli útbreiðslu. Getty/Amal KS

Yfir 100 þúsund greindust með kórónuveiruna á Indlandi í gær og hafa aldrei fleiri greinst í landinu á einum degi. Indland er því annað landið í heiminum þar sem yfir 100 þúsund smit greinast á einum degi.

Smitum hefur farið ört fjölgandi í Indlandi undanfarna daga eftir að ný bylgja faraldursins hófst þar í landi samhliða því að slakað var á takmörkunum innanlands og ný afbrigði veirunnar fóru að greinast. Á hápunkti síðustu bylgju fór fjöldi nýgreindra mest upp í rúmlega 97 þúsund á einum degi.

Bandaríkin er eina landið utan Indlands sem hefur einnig skrásett fleiri en 100 þúsund ný smit á einum degi, en það gerðist fyrst í október á síðasta ári.

Helmingur þeirra smita sem greindist í gær var í Maharashtra þar sem Mumbai er höfuðborgin. Hafa hertar aðgerðir verið boðaðar á svæðinu og verður útgöngubann í gildi um nætur og helgar. Aðgerðirnar taka gildi í dag.

Indland er nú í þriðja fasa bólusetninga samkvæmt áætlunum þar í landi og eru bólusetningar aðgengilegar fyrir 45 ára og eldri. Nú þegar hefur bólustening hjá framlínustarfsfólki og fólki yfir sextíu ára verið hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×