„Þetta er búið að vera besta liðið í vetur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 11:31 Keflavík hefur verið besta lið Dominos-deildar karla í körfubolta samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvölds og svo segja gárungarnir að taflan ljúgi aldrei. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir efstu sex lið Dominos-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Nú er komið að efstu tveimur liðum deildarinnar, Keflavík og Þór Þorlákshöfn. „Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
„Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01
„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00