Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2021 21:34 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. Ákvæðið hefur reynst umdeilt og hafa þrír gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni leitað réttar síns. Vilja þeir meðal annars láta reyna á það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að neyða þá til dvalar í sóttkvíarhóteli þegar þeir gátu verið sóttkví í eigin húsnæði. Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld vegna málanna. Byggi á traustum lagagrunni Svandís Svavarsdóttir bregst við gagnrýninni í samtali við Fréttablaðið en hún hefur ekki gefið kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í dag. Í frétt blaðsins er haft eftir Svandísi að hún hafi ekki séð neitt að svo stöddu sem kalli á endurskoðun reglugerðarinnar. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk gleymi því ekki um hvað þetta snýst. Þetta snýst um heimsfaraldur og að ná tökum á heimsfaraldri og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.“ Aðspurð um þær efasemdir sem sumir hafa haft um að ákvæðið eigi sér stoð í lögum segir Svandís að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni. Segir úrræðið nauðungarvistun Jón Magnússon, lögmaður konu, sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu kallaði úrræðið nauðungarvistun í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Konan sem fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför hefur gert kröfu um að fá að taka út sóttkví á heimili sínu. Jón telur að ný reglugerð heilbrigðisráðherra byggi á veikri lagastoð þar sem gildandi sóttvarnalög heimili stjórnvöldum einungis að skylda fólk í sóttvarnahús þegar einstaklingar hafi ekki önnur úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Ákvæðið hefur reynst umdeilt og hafa þrír gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni leitað réttar síns. Vilja þeir meðal annars láta reyna á það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að neyða þá til dvalar í sóttkvíarhóteli þegar þeir gátu verið sóttkví í eigin húsnæði. Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld vegna málanna. Byggi á traustum lagagrunni Svandís Svavarsdóttir bregst við gagnrýninni í samtali við Fréttablaðið en hún hefur ekki gefið kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í dag. Í frétt blaðsins er haft eftir Svandísi að hún hafi ekki séð neitt að svo stöddu sem kalli á endurskoðun reglugerðarinnar. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk gleymi því ekki um hvað þetta snýst. Þetta snýst um heimsfaraldur og að ná tökum á heimsfaraldri og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.“ Aðspurð um þær efasemdir sem sumir hafa haft um að ákvæðið eigi sér stoð í lögum segir Svandís að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni. Segir úrræðið nauðungarvistun Jón Magnússon, lögmaður konu, sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu kallaði úrræðið nauðungarvistun í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Konan sem fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför hefur gert kröfu um að fá að taka út sóttkví á heimili sínu. Jón telur að ný reglugerð heilbrigðisráðherra byggi á veikri lagastoð þar sem gildandi sóttvarnalög heimili stjórnvöldum einungis að skylda fólk í sóttvarnahús þegar einstaklingar hafi ekki önnur úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00
Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42
Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48