Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 16:47 Ever Given sat fast þversum í Suez-skurðinum í sex daga. EPA/SUEZ CANAL AUTHORITY Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga. Nú, fimm dögum eftir að það tókst að losa skipið, hefur öllum ríflega fjögur hundruð skipunum, loks tekist að komast leiðar sinnar um skurðinn. BBC greinir frá og hefur eftir egypskum yfirvöldum sem hafa umsjón með umferð um Súesskurðinn. Yfirvöld segja aftur á móti að ekki hafi endanlega tekist að vinda ofan af umferðarteppunni enn sem komið er. Rannsókn á atvikinu er hafin og er gert ráð fyrir því að niðurstöður rannsóknarinnar verði gerðar opinberar í næstu viku. Niðurstöðurnar geta haft mikla þýðingu fyrir hugsanleg málaferli vegna málsins en atvikið hefur haft í för með sér gífurlegt tjón fyrir ótal hagsmunaaðila. Um tólf prósent allra vöruflutninga í heiminum fara um Súesskurðinn en um hann liggur stysta mögulega siglingaleiðin á milli Asíu og Evrópu. Það reyndist mikið og erfitt verk að losa Ever Given, sem vegur um 220 þúsund tonn, en það tókst loks á mánudaginn. Eftir að það tókst gat umferð um skipaskurðinn loksins hafist að nýju en í dag sigldu 85 flutningaskip um skurðinn til beggja átta. Þeirra á meðal voru síðasta 61 skipið af þeim 422 sem höfðu setið föst í biðröð á meðan unnið var að því að losa Ever Given. Skipaflutningar Súesskurðurinn Egyptaland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Nú, fimm dögum eftir að það tókst að losa skipið, hefur öllum ríflega fjögur hundruð skipunum, loks tekist að komast leiðar sinnar um skurðinn. BBC greinir frá og hefur eftir egypskum yfirvöldum sem hafa umsjón með umferð um Súesskurðinn. Yfirvöld segja aftur á móti að ekki hafi endanlega tekist að vinda ofan af umferðarteppunni enn sem komið er. Rannsókn á atvikinu er hafin og er gert ráð fyrir því að niðurstöður rannsóknarinnar verði gerðar opinberar í næstu viku. Niðurstöðurnar geta haft mikla þýðingu fyrir hugsanleg málaferli vegna málsins en atvikið hefur haft í för með sér gífurlegt tjón fyrir ótal hagsmunaaðila. Um tólf prósent allra vöruflutninga í heiminum fara um Súesskurðinn en um hann liggur stysta mögulega siglingaleiðin á milli Asíu og Evrópu. Það reyndist mikið og erfitt verk að losa Ever Given, sem vegur um 220 þúsund tonn, en það tókst loks á mánudaginn. Eftir að það tókst gat umferð um skipaskurðinn loksins hafist að nýju en í dag sigldu 85 flutningaskip um skurðinn til beggja átta. Þeirra á meðal voru síðasta 61 skipið af þeim 422 sem höfðu setið föst í biðröð á meðan unnið var að því að losa Ever Given.
Skipaflutningar Súesskurðurinn Egyptaland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira