Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 10:54 Guðbrandur Einarsson mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Guðbrandur, sem oftast er kallaður Bubbi að því er segir í tilkynningunni, er fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. „Ég vil vinna að breytingum sem leiða til jafnræðis, aukins frelsis og meiri virðingar fyrir fjölbreytni mannlífsins,“ er haft eftir Guðbrandi í tilkynningunni. „Í rúma tvo áratugi hef ég tekið þátt í réttindabaráttu launafólks og unnið að bættum hag samfélagsins míns með þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Það er vegferð sem ég vil halda áfram á þingi. Þar er mikilvægast að styðja við og styrkja það nauðsynlega öryggisnet sem þarf að vera til staðar í Suðurkjördæmi.“ Auk þess að gegna embætti forseta bæjarstjórnar hefur Guðbrandur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja, verslunarstjóri Kaskó í Keflavík og framkvæmdastjóri Nýs miðils, sem rak útvarpsstöðina Brosið og vikublaðið Suðurnesjafréttir. Hann hefur verið bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ um árabil og var formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í rúm 20 ár. Þá sat hann í stjórn Landssambands íslenskra Verslunarmanna og var formaður sambandsins í sex ár auk þess sem hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ og sat meðal annars í miðstjórn sambandsins í 14 ár. Listi Viðreisnar í Suðurkjördæmi í heild sinni verður kynntur síðar en uppstillingarnefnd vinnur nú að því að setja saman lista. Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Reykjanesbær Suðurkjördæmi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég vil vinna að breytingum sem leiða til jafnræðis, aukins frelsis og meiri virðingar fyrir fjölbreytni mannlífsins,“ er haft eftir Guðbrandi í tilkynningunni. „Í rúma tvo áratugi hef ég tekið þátt í réttindabaráttu launafólks og unnið að bættum hag samfélagsins míns með þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Það er vegferð sem ég vil halda áfram á þingi. Þar er mikilvægast að styðja við og styrkja það nauðsynlega öryggisnet sem þarf að vera til staðar í Suðurkjördæmi.“ Auk þess að gegna embætti forseta bæjarstjórnar hefur Guðbrandur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja, verslunarstjóri Kaskó í Keflavík og framkvæmdastjóri Nýs miðils, sem rak útvarpsstöðina Brosið og vikublaðið Suðurnesjafréttir. Hann hefur verið bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ um árabil og var formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í rúm 20 ár. Þá sat hann í stjórn Landssambands íslenskra Verslunarmanna og var formaður sambandsins í sex ár auk þess sem hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ og sat meðal annars í miðstjórn sambandsins í 14 ár. Listi Viðreisnar í Suðurkjördæmi í heild sinni verður kynntur síðar en uppstillingarnefnd vinnur nú að því að setja saman lista.
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Reykjanesbær Suðurkjördæmi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira