Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 17:47 Bílnum var ekið á tvo lögreglumenn við þinghúsið. Annar þeirra og árásarmaðurinn eru í lífshættu. AP Photo/J. Scott Applewhite Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. Lögreglumennirnir tveir og árásarmaðurinn hafa verið færðir á sjúkrahús en bæði árásarmaðurinn og annar lögreglumaðurinn eru taldir í bráðri lífshættu. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Atvikið átti sér stað við öryggishlið fyrir utan þinghúsið en þingið er nú í páskafríi. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan múgur réðst inn í þinghúsið þegar staðfesting þingsins á kjöri Joe Bidens Bandaríkjaforseta stóð yfir. Í kjölfar árásarinnar var þinghúsinu og aðliggjandi svæði lokað og starfsmönnum bannað að fara inn eða út úr þinghúsinu. Þá hefur fólk verið látið yfirgefa svæði vegna yfirstandandi ógnar. A helicopter just landed on the east front of the Capitol. I ve never seen anything like this before. ever. pic.twitter.com/LxV0mywRSe— Jake Sherman (@JakeSherman) April 2, 2021 Í myndbandsupptökum af vettvangi sést þyrla fljúga yfir svæðið og tveir einstaklingar sjást bornir í burt á sjúkrabörum og inn í sjúkrabíla. Þá sést þjóðvarðliðið mæta á staðinn í einhverjum upptökum sem náðust af vettvangi. Einnig hefur Alríkislögreglan verið kölluð út á vettvang. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan árás var gerð á bandaríska þinghúsið og árásarmönnum tókst að komast inn í bygginguna. Fimm létust í árásinni, sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Fréttin var uppfærð klukkan 18:30. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir og árásarmaðurinn hafa verið færðir á sjúkrahús en bæði árásarmaðurinn og annar lögreglumaðurinn eru taldir í bráðri lífshættu. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Atvikið átti sér stað við öryggishlið fyrir utan þinghúsið en þingið er nú í páskafríi. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan múgur réðst inn í þinghúsið þegar staðfesting þingsins á kjöri Joe Bidens Bandaríkjaforseta stóð yfir. Í kjölfar árásarinnar var þinghúsinu og aðliggjandi svæði lokað og starfsmönnum bannað að fara inn eða út úr þinghúsinu. Þá hefur fólk verið látið yfirgefa svæði vegna yfirstandandi ógnar. A helicopter just landed on the east front of the Capitol. I ve never seen anything like this before. ever. pic.twitter.com/LxV0mywRSe— Jake Sherman (@JakeSherman) April 2, 2021 Í myndbandsupptökum af vettvangi sést þyrla fljúga yfir svæðið og tveir einstaklingar sjást bornir í burt á sjúkrabörum og inn í sjúkrabíla. Þá sést þjóðvarðliðið mæta á staðinn í einhverjum upptökum sem náðust af vettvangi. Einnig hefur Alríkislögreglan verið kölluð út á vettvang. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan árás var gerð á bandaríska þinghúsið og árásarmönnum tókst að komast inn í bygginguna. Fimm létust í árásinni, sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Fréttin var uppfærð klukkan 18:30.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48
Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02
Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18