Mannréttindasamtökin Save the Children segja að martraðaástand ríki í Mjanmar en yngsta fórnarlamb hersins var aðeins sex ára gamalt. Mjanmörsk samtök sem fylgjast með stöðuna þar í landi segja að alls hafi 536 dáið í átökunum síðastliðna tvo mánuði.
Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins sem hrakin var frá völdum, hefur verið í haldi hersins frá 1. febrúar og hefur hún verið ákærð fyrir ýmis lögbrot. Hún, og fjórir stuðningsmenn hennar, hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa brotið trúnaðarlög. Gæti hún átt yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsisvist fyrir brotin.
Þetta eru ekki einu ákærurnar sem gefnar hafa verið út á hendur Suu Kyi en hún hefur verið ákærð fyrir að hafa haft ólöglegar talstöðvar í sínum fórum, að hafa brotið sóttvarnalög og að hafa gefið út upplýsingar sem gætu valdið hræðslu.