Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 17:44 Minnst 43 börn hafa dáið í átökum mjanmarska hersins og mótmælenda undanfarna tvo mánuði. Getty/ose Lopes Amaral Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. Mannréttindasamtökin Save the Children segja að martraðaástand ríki í Mjanmar en yngsta fórnarlamb hersins var aðeins sex ára gamalt. Mjanmörsk samtök sem fylgjast með stöðuna þar í landi segja að alls hafi 536 dáið í átökunum síðastliðna tvo mánuði. Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins sem hrakin var frá völdum, hefur verið í haldi hersins frá 1. febrúar og hefur hún verið ákærð fyrir ýmis lögbrot. Hún, og fjórir stuðningsmenn hennar, hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa brotið trúnaðarlög. Gæti hún átt yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsisvist fyrir brotin. Þetta eru ekki einu ákærurnar sem gefnar hafa verið út á hendur Suu Kyi en hún hefur verið ákærð fyrir að hafa haft ólöglegar talstöðvar í sínum fórum, að hafa brotið sóttvarnalög og að hafa gefið út upplýsingar sem gætu valdið hræðslu. Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25 Blóðugasti dagurinn eftir valdaránið í Mjanmar Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn. 27. mars 2021 18:08 Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Mannréttindasamtökin Save the Children segja að martraðaástand ríki í Mjanmar en yngsta fórnarlamb hersins var aðeins sex ára gamalt. Mjanmörsk samtök sem fylgjast með stöðuna þar í landi segja að alls hafi 536 dáið í átökunum síðastliðna tvo mánuði. Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins sem hrakin var frá völdum, hefur verið í haldi hersins frá 1. febrúar og hefur hún verið ákærð fyrir ýmis lögbrot. Hún, og fjórir stuðningsmenn hennar, hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa brotið trúnaðarlög. Gæti hún átt yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsisvist fyrir brotin. Þetta eru ekki einu ákærurnar sem gefnar hafa verið út á hendur Suu Kyi en hún hefur verið ákærð fyrir að hafa haft ólöglegar talstöðvar í sínum fórum, að hafa brotið sóttvarnalög og að hafa gefið út upplýsingar sem gætu valdið hræðslu.
Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25 Blóðugasti dagurinn eftir valdaránið í Mjanmar Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn. 27. mars 2021 18:08 Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25
Blóðugasti dagurinn eftir valdaránið í Mjanmar Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn. 27. mars 2021 18:08
Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14