Svensson lék með Börsungum á sínum tíma og er því öllum hnútum kunnugur í Katalóníu. Hann hefur undanfarin ár gegnt stöðu markmannsþjálfara hjá Magdeburg í Þýskalandi en samningur hans þar rennur út í sumar. Talið er að hann gæti fært sig um set og haldið til Barcelona á nýjan leik.
CANVIS A L'HANDBOL
— Onze (@OnzeTv3) March 30, 2021
@OriolDomenech:
"Torna Tomas Svensson, el porter del Dream Team, per ser entrenador de porters del primer equip"
"Xavier O'Callaghan podria ser el relleu d'Albert Soler com a màxim executiu de totes les seccions"#OnzeE3 pic.twitter.com/kSEoekqi9z
Svensson starfaði með Guðmundi Guðmundssyni er sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið. Þegar Guðmundur tók við íslenska liðinu þá fylgdi Svenson með. Hann sagði starfi sínu svo lausu eftir HM í Egyptalandi og er í dag markmannsþjálfari sænska landsliðsins ásamt því að starfa hjá Magdeburg.
Svensson stal fyrirsögnunum á HM í Egyptalandi þegar hann sagði að læknar íslenska landsliðsins hefðu ekki fengið að skoða Aron Pálmarsson, leikmann Barcelona. Aron lék ekki með íslenska liðinu á HM vegna meiðsla.
Sá sænski ku hafa hringt í Aron og þeir leyst málin í kjölfarið. Það ætti því ekki að anda köldu á milli þeirra fari svo að Svensson komi inn í þjálfarateymi Börsunga.