Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 17:43 Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur boðað stærstu mótmæli í sögu landsins til stuðnings Navalní í vor. Stjórnvöld segja slík mótmæli ólögleg en þau veita lítið svigrúm til pólitísks andófs í landinu. Vísir/EPA Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. Yfirvöld í IK-2 fanganýlendunni um hundrað kílómetrum austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið sögðu í síðustu viku að heilsa hans væri stöðug og ásættanleg. Nokkrir læknar birtu aftur á móti opið bréf á sunnudag þar sem þeir kröfðust þess að Navalní fengi alvöru læknismeðferð. Þeir óttist að hann gæti misst tilfinningu í fótum varanlega. Navalní segist aðeins hafa fengið almenna verkalyfið íbúprófín og smyrsli við miklum bakverk sem dreifði sér í báða fótleggi hans. Hann krefst þess nú að fá að hitta lækni. Þangað til það gerist verði hann í hungurverkfalli, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur einnig lýst illri meðferð fangavarða í fangelsinu. Þeir veki hann á klukkutíma fresti allar nætur. Líkti Navalní því við pyntingar. Rússnesk stjórnvöld létu handtaka Navalní þegar hann sneri heim frá Þýskalandi í janúar. Þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum um borð í flugvél í Rússlandi. Navalní og vestrænar þjóðir hafa sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hafa látið eitrað fyrir honum. Því neita stjórnvöld í Kreml. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þar sem hann var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Vestræn ríki hafa krafist þess að rússnesk stjórnvöld láti Navalní lausan. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sovéska taugaeitrinu novichok. Rússneskum fyrrverandi njósanara var byrlað sama eitur í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að tilræðinu. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður eða verið fangelsað í um tveggja áratuga langri forsetatíð Pútín. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30 Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Yfirvöld í IK-2 fanganýlendunni um hundrað kílómetrum austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið sögðu í síðustu viku að heilsa hans væri stöðug og ásættanleg. Nokkrir læknar birtu aftur á móti opið bréf á sunnudag þar sem þeir kröfðust þess að Navalní fengi alvöru læknismeðferð. Þeir óttist að hann gæti misst tilfinningu í fótum varanlega. Navalní segist aðeins hafa fengið almenna verkalyfið íbúprófín og smyrsli við miklum bakverk sem dreifði sér í báða fótleggi hans. Hann krefst þess nú að fá að hitta lækni. Þangað til það gerist verði hann í hungurverkfalli, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur einnig lýst illri meðferð fangavarða í fangelsinu. Þeir veki hann á klukkutíma fresti allar nætur. Líkti Navalní því við pyntingar. Rússnesk stjórnvöld létu handtaka Navalní þegar hann sneri heim frá Þýskalandi í janúar. Þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum um borð í flugvél í Rússlandi. Navalní og vestrænar þjóðir hafa sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hafa látið eitrað fyrir honum. Því neita stjórnvöld í Kreml. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þar sem hann var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Vestræn ríki hafa krafist þess að rússnesk stjórnvöld láti Navalní lausan. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sovéska taugaeitrinu novichok. Rússneskum fyrrverandi njósanara var byrlað sama eitur í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að tilræðinu. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður eða verið fangelsað í um tveggja áratuga langri forsetatíð Pútín.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30 Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30
Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10