Valsmenn eiga tvenn verstu félagaskipti tímabilsins að mati Jóhanns Gunnars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 12:30 Jóhann Gunnar Einarsson valdi fimm félagaskipti sem hafa ekki gengið upp í Olís-deild karla. stöð 2 sport Í Seinni bylgjunni á mánudaginn valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm hálf mislukkuð félagaskipti í Olís-deild karla í vetur. Valsmenn skipa tvö efstu sætin á listanum. „Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira