Valsmenn eiga tvenn verstu félagaskipti tímabilsins að mati Jóhanns Gunnars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 12:30 Jóhann Gunnar Einarsson valdi fimm félagaskipti sem hafa ekki gengið upp í Olís-deild karla. stöð 2 sport Í Seinni bylgjunni á mánudaginn valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm hálf mislukkuð félagaskipti í Olís-deild karla í vetur. Valsmenn skipa tvö efstu sætin á listanum. „Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
„Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn