Valsmenn eiga tvenn verstu félagaskipti tímabilsins að mati Jóhanns Gunnars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 12:30 Jóhann Gunnar Einarsson valdi fimm félagaskipti sem hafa ekki gengið upp í Olís-deild karla. stöð 2 sport Í Seinni bylgjunni á mánudaginn valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm hálf mislukkuð félagaskipti í Olís-deild karla í vetur. Valsmenn skipa tvö efstu sætin á listanum. „Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
„Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn