Ósáttur við starfslokin hjá KSÍ og segir enn margt ósagt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 07:31 Jón Þór Hauksson kom íslenska kvennalandsliðinu á EM í Englandi. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson tjáði sig í fyrsta sinn um brotthvarf sitt sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í gær. Hann sagðist ekki vera sáttur við starfslok sín hjá KSÍ. Jón Þór hætti sem landsliðsþjálfari eftir uppákomu eftir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM í fyrra. Hann sagðist hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Skagamaðurinn var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann var spurður út í brotthvarf sitt frá KSÍ. „Það er gríðarlega margt sem ég er ekki sáttur með,“ sagði Jón Þór. Hann vildi ekki fara mikið nánar út í málið en sagði að enn væri margt ósagt í því. „Auðvitað geri ég mikil mistök sem ég hef beðist afsökunar á. Ég týndi mér í gleðinni eftir að hafa komið liðinu á EM og fagnaði því rækilega. Ég hefði viljað að það hefði verið betur staðið að þessum starfslokum og það er margt í því sem er ennþá ósagt.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Jón Þór Hauksson um stöðuna á A-liðinu og U21. Vill nýjan keeper í búrið á morgun Jón Þór segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hjá sér og KSÍ að hann léti lítið fyrir sér fara eftir að fréttir af uppákomunni í Ungverjalandi bárust. „Það var strax tekin ákvörðun að ég myndi stíga til baka og færi ekki í þennan storm eða hvað sem má kalla það sem fylgdi í kjölfarið. Ég meðvitað fór aðeins bak við tjöldin,“ sagði Jón Þór. „Við munum taka þetta við gott tækifæri. Fyrst og fremst er ég spenntur að fylgjast með framgangi þessa liðs.“ Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Hann stýrði því í tuttugu leikjum. Tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Jón Þór hætti sem landsliðsþjálfari eftir uppákomu eftir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM í fyrra. Hann sagðist hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Skagamaðurinn var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann var spurður út í brotthvarf sitt frá KSÍ. „Það er gríðarlega margt sem ég er ekki sáttur með,“ sagði Jón Þór. Hann vildi ekki fara mikið nánar út í málið en sagði að enn væri margt ósagt í því. „Auðvitað geri ég mikil mistök sem ég hef beðist afsökunar á. Ég týndi mér í gleðinni eftir að hafa komið liðinu á EM og fagnaði því rækilega. Ég hefði viljað að það hefði verið betur staðið að þessum starfslokum og það er margt í því sem er ennþá ósagt.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Jón Þór Hauksson um stöðuna á A-liðinu og U21. Vill nýjan keeper í búrið á morgun Jón Þór segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hjá sér og KSÍ að hann léti lítið fyrir sér fara eftir að fréttir af uppákomunni í Ungverjalandi bárust. „Það var strax tekin ákvörðun að ég myndi stíga til baka og færi ekki í þennan storm eða hvað sem má kalla það sem fylgdi í kjölfarið. Ég meðvitað fór aðeins bak við tjöldin,“ sagði Jón Þór. „Við munum taka þetta við gott tækifæri. Fyrst og fremst er ég spenntur að fylgjast með framgangi þessa liðs.“ Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Hann stýrði því í tuttugu leikjum. Tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust.
EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira