Tíndu upp leifar af hundruðum mannbrodda við eldstöðina Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 22:03 Sjálfboðaliðar samtakanna Seeds við hreinsunarstarf við gossvæðið í Geldingadölum í dag. SEEDS Átta sjálfboðaliðar frá sjö löndum tíndu upp rusl við eldstöðina í Geldingadölum í dag. Fyrir utan sígarettustubba, munntóbakspoka, dósir og annað smálegt hirtu þeir upp leifar hundraða mannbrodda frá göngufólki. Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira