Tíndu upp leifar af hundruðum mannbrodda við eldstöðina Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 22:03 Sjálfboðaliðar samtakanna Seeds við hreinsunarstarf við gossvæðið í Geldingadölum í dag. SEEDS Átta sjálfboðaliðar frá sjö löndum tíndu upp rusl við eldstöðina í Geldingadölum í dag. Fyrir utan sígarettustubba, munntóbakspoka, dósir og annað smálegt hirtu þeir upp leifar hundraða mannbrodda frá göngufólki. Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira