Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 17:56 Mynd af vef Grindavíkurbæjar af röðinni á Suðurstrandarvegi. Grindavíkurbær Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira