Það eru innan við tveir mánuðir í að Daði og Gagnamagnið keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. Hópurinn stígur á svið á síðara undankvöldinu, fimmtudaginn 20. maí. Ísland keppir um eitt af tíu lausum sætum. Komist þau áfram fá þau að endurtaka leikinn laugardaginn 22. maí á aðalkvöldi keppninnar.

Hér fyrir neðan má svo sjá þau lönd sem keppa innbyrðis á fyrra undankvöldinu þann 18. maí.

Daði og Gagnamagnið frumsýndu í gær tónlistarmyndbandið við lagið sitt Ten Years og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefur verið spilað yfir 150 þúsund sinnum á Youtube á innan við sólarhring.