„Megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 09:44 Davíð Snorri Jónasson hefur trú á íslenska liðinu gegn því franska á morgun. getty/Peter Zador Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að ekki megi gleyma því að Ísland eigi enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins. Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira