Stjörnu-Sævar ærir sauðfjárbændur Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2021 08:43 Sauðfjárbændur landsins eru allt annað en ánægðir með þátt Sævars, Hvað getum við gert? Bændur vita svo sem alveg hvað þeir gætu gert ef þeir hefðu eitthvað um dagskrárgerðina að segja, nefnilega taka þennan þátt af dagskrá. vísir/vilhelm Þátturinn „Hvað getum við gert?“ sem er í umsjá Sævars Helga Bragasonar, áhugamanns um stjörnufræði og eins harðasta umhverfisverndarsinna Íslands, var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gær en fellur í afar grýtta jörð hjá sauðfjárbændum. Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“ Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“
Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira