Skráningarblöðin ekki til þess að búa til nýjan kúnnahóp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 12:11 Helga Þórisdóttir segir að brugðist verði við ef fyrirtæki nýta sér upplýsingar úr skráningarblöðunum í eigin þágu. Vísir/Egill Fyrirtækjum er ekki heimilt að óska eftir öðrum upplýsingum um viðskiptavini sína en lög og reglur gera ráð fyrir, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Þeim sem sækja veitinga- eða matsölustaði er nú gert að fylla út sérstök skráningarblöð með helstu persónuupplýsingum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en það er til þess að flýta fyrir smitrakningu ef smit greinast. „Það er algjörlega óheimilt. Þessar upplýsingar eru einungis í sóttvarnarlegum tilgangi til þess að rekja smit ef þau koma upp - ekki til þess að búa til nýjan kúnnahóp eða þvíumlíkt, nema skýrt samþykki fengist fyrir slíku frá hverjum og einum viðskiptavini,” segir Helga. Reglugerðin kveður á um að gestir í sætum á veitingastöðum séu skráðir í númeruð sæti og að þeir gefi upp nafn, kennitölu og símanúmer en fréttastofa hefur upplýsingar um að einhverjir staðir hafi einnig farið fram á heimilisfang og jafnvel netfang. Helga segir að aldrei eigi að óska eftir fleiri upplýsingum en á þurfi að halda. Bregðast þurfi við ef fyrirtæki nýti sér upplýsingarnar í markaðslegum tilgangi. Vankunnátta frekar en ásetningur „En ég gef mér það að þetta sé frekar vankunnátta heldur en ásetningur til að brjóta persónuverndarlög,” segir hún. Hins vegar séu þetta mikilvægar upplýsingar fyrir stjórnvöld. Heimildir þeirra til þess að óska eftir persónuupplýsingum séu rýmri í heimsfaraldri en almennt gengur og gerist. „Ég geri ráð fyrir að það sem kemur fram í reglugerðinni sé bara það sem smitrakningarteymið þarf á að halda í sinni vinnu. Það á aldrei að óska eftir fleiri upplýsingum en á þarf,” segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það er algjörlega óheimilt. Þessar upplýsingar eru einungis í sóttvarnarlegum tilgangi til þess að rekja smit ef þau koma upp - ekki til þess að búa til nýjan kúnnahóp eða þvíumlíkt, nema skýrt samþykki fengist fyrir slíku frá hverjum og einum viðskiptavini,” segir Helga. Reglugerðin kveður á um að gestir í sætum á veitingastöðum séu skráðir í númeruð sæti og að þeir gefi upp nafn, kennitölu og símanúmer en fréttastofa hefur upplýsingar um að einhverjir staðir hafi einnig farið fram á heimilisfang og jafnvel netfang. Helga segir að aldrei eigi að óska eftir fleiri upplýsingum en á þurfi að halda. Bregðast þurfi við ef fyrirtæki nýti sér upplýsingarnar í markaðslegum tilgangi. Vankunnátta frekar en ásetningur „En ég gef mér það að þetta sé frekar vankunnátta heldur en ásetningur til að brjóta persónuverndarlög,” segir hún. Hins vegar séu þetta mikilvægar upplýsingar fyrir stjórnvöld. Heimildir þeirra til þess að óska eftir persónuupplýsingum séu rýmri í heimsfaraldri en almennt gengur og gerist. „Ég geri ráð fyrir að það sem kemur fram í reglugerðinni sé bara það sem smitrakningarteymið þarf á að halda í sinni vinnu. Það á aldrei að óska eftir fleiri upplýsingum en á þarf,” segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira