Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2021 21:49 Þúsundir hafa flúið átökin í Venesúela. EPA-EFE/MARIO CAICEDO Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. Her Venesúela gerði árás síðasta sunnudag á ólöglegar vopnaðar sveitir í bænum La Victoria, sem liggur að landamærum Kólumbíu. Að sögn yfirvalda í Venesúela er rannsókn þegar hafin á meintum ofbeldisverkum hersins. Hermenn eru meðal annars sakaðir um að hafa myrt almenna borgarar, sem og að hafa rænt og brennt niður heimili þeirra. „Þeir drepa fólk“ Jose Castillo, sem flúði yfir til Kólumbíu með þungaðri konu sinni og 12 ára gamalli dóttur á föstudag sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hermenn hafi brotist inn á heimili þeirra og rænt öllu sem þeir gátu komið höndum á. „Ég gat ekki verið þarna áfram vegna þess að þeir drepa fólk. Þeir myrtu nágranna okkar og klæddu þá í venesúelsk herklæði til þess að láta þau líta út fyrir að hafa verið meðlimir vígasveita,“ sagði Castillo. Fram kemur í frétt Reuters að ekki hafi tekist að sannreyna sögu Castillo, eða annarra flóttamanna sem sýndu fréttamönnum myndir af dánu fólki klætt í herklæði með skotvopn við hönd. Að sögn flóttafólksins er Byltingarher Kólumbíu (FARC) skotspónn Venesúelska hersins. Byltingarherinn neitaði að skrifa undir friðarsamning árið 2016 við kólumbísk yfirvöld og hefur herinn síðan leitað skjóls í nágrannalandinu. Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela sagði á blaðamannafundi að tveir venesúelskir hermenn og sex andstæðingar hafi fallið í átökum. Andstæðingana kallaði hann hryðjuverkamenn. Þá sagði hann að 39 vígamenn hafi verið handteknir. Venesúela Kólumbía Flóttamenn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Her Venesúela gerði árás síðasta sunnudag á ólöglegar vopnaðar sveitir í bænum La Victoria, sem liggur að landamærum Kólumbíu. Að sögn yfirvalda í Venesúela er rannsókn þegar hafin á meintum ofbeldisverkum hersins. Hermenn eru meðal annars sakaðir um að hafa myrt almenna borgarar, sem og að hafa rænt og brennt niður heimili þeirra. „Þeir drepa fólk“ Jose Castillo, sem flúði yfir til Kólumbíu með þungaðri konu sinni og 12 ára gamalli dóttur á föstudag sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hermenn hafi brotist inn á heimili þeirra og rænt öllu sem þeir gátu komið höndum á. „Ég gat ekki verið þarna áfram vegna þess að þeir drepa fólk. Þeir myrtu nágranna okkar og klæddu þá í venesúelsk herklæði til þess að láta þau líta út fyrir að hafa verið meðlimir vígasveita,“ sagði Castillo. Fram kemur í frétt Reuters að ekki hafi tekist að sannreyna sögu Castillo, eða annarra flóttamanna sem sýndu fréttamönnum myndir af dánu fólki klætt í herklæði með skotvopn við hönd. Að sögn flóttafólksins er Byltingarher Kólumbíu (FARC) skotspónn Venesúelska hersins. Byltingarherinn neitaði að skrifa undir friðarsamning árið 2016 við kólumbísk yfirvöld og hefur herinn síðan leitað skjóls í nágrannalandinu. Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela sagði á blaðamannafundi að tveir venesúelskir hermenn og sex andstæðingar hafi fallið í átökum. Andstæðingana kallaði hann hryðjuverkamenn. Þá sagði hann að 39 vígamenn hafi verið handteknir.
Venesúela Kólumbía Flóttamenn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18