Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 09:00 Ever Given strandaði í skurðinum og hefur stöðvað alla skipaumferð um svæðið. epa/Khaled Elfiqi Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. Guardian hefur eftir Georgios Hatzimanolis, talsmanni Marine Traffic, að bæði séu skip með búfenað að bíða eftir því að sigla inn skurðinn en þá séu einnig þrjú sem virðist vera föst í skurðinum. Marine Traffic hefur borið kennsl á um ellefu skip sem bíða með búfénað innanborðs en talið er að þau séu alls um tuttugu talsins. Fimm skipanna eru að koma frá Spáni en níu lögðu frá Rúmeníu fyrr í mánuðinum, samkvæmt Animals International. Velferð dýranna er ekki ógnað eins og stendur en ef það reynist nauðsynlegt að létta Ever Given með því að fækka gámunum sem eru innanborðs, gæti það tekið margar vikur. Það verður mögulega hægt að flytja fóður um borð í skipin frá nálægum höfnum en það kann sömuleiðis að verða vandasamt vegna skipafjöldans á svæðinu. On the left is normal ship traffic. The right shows what happens when a ship gets sideways in the Suez Canal. (space radar images @esa https://t.co/KFrjcGXpEG) pic.twitter.com/68j0NJdbtd— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) March 26, 2021 Þúsundum skepna hefur þegar verið slátrað á árinu vegna tafa á sjó. Tvö skip, Karim Allah og Elbeik, neyddust til dæmis til að verja mánuðum úti á sjó þar sem áfangastaðir þeirra neituðu að taka á móti dýrunum af ótta við að þau væru mögulega með blátungusýki. Bæði skipin snéru aftur til Spánar, þar sem 850 nautgirpum af Karim Allah var slátrað fyrr í mars á meðan enn er unnið að því að aflífa skepnurnar á Elbeik. Geirt Weidingar hjá Animals International segir hættu á að dýrin fái ekki nóg vatn og fæði, að þau hljóti meiðsl og að skítur safnist upp þannig að þau eigi erfitt með að liggja. Þá má áhöfnin ekki losa sig við dauðar skepnur með því að kasta þeim utanborðs í skurðinn. Spænsk stjórnvöld segja að engin fleiri skip með búfénað fari frá landinu á meðan skurðurinn er lokaður. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Guardian hefur eftir Georgios Hatzimanolis, talsmanni Marine Traffic, að bæði séu skip með búfenað að bíða eftir því að sigla inn skurðinn en þá séu einnig þrjú sem virðist vera föst í skurðinum. Marine Traffic hefur borið kennsl á um ellefu skip sem bíða með búfénað innanborðs en talið er að þau séu alls um tuttugu talsins. Fimm skipanna eru að koma frá Spáni en níu lögðu frá Rúmeníu fyrr í mánuðinum, samkvæmt Animals International. Velferð dýranna er ekki ógnað eins og stendur en ef það reynist nauðsynlegt að létta Ever Given með því að fækka gámunum sem eru innanborðs, gæti það tekið margar vikur. Það verður mögulega hægt að flytja fóður um borð í skipin frá nálægum höfnum en það kann sömuleiðis að verða vandasamt vegna skipafjöldans á svæðinu. On the left is normal ship traffic. The right shows what happens when a ship gets sideways in the Suez Canal. (space radar images @esa https://t.co/KFrjcGXpEG) pic.twitter.com/68j0NJdbtd— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) March 26, 2021 Þúsundum skepna hefur þegar verið slátrað á árinu vegna tafa á sjó. Tvö skip, Karim Allah og Elbeik, neyddust til dæmis til að verja mánuðum úti á sjó þar sem áfangastaðir þeirra neituðu að taka á móti dýrunum af ótta við að þau væru mögulega með blátungusýki. Bæði skipin snéru aftur til Spánar, þar sem 850 nautgirpum af Karim Allah var slátrað fyrr í mars á meðan enn er unnið að því að aflífa skepnurnar á Elbeik. Geirt Weidingar hjá Animals International segir hættu á að dýrin fái ekki nóg vatn og fæði, að þau hljóti meiðsl og að skítur safnist upp þannig að þau eigi erfitt með að liggja. Þá má áhöfnin ekki losa sig við dauðar skepnur með því að kasta þeim utanborðs í skurðinn. Spænsk stjórnvöld segja að engin fleiri skip með búfénað fari frá landinu á meðan skurðurinn er lokaður.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira