Veðurfræðingur og náttúruvársérfræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 07:48 Gosið út í ljósaskiptunum. Vísir/Vilhelm Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu. Hann sagði skjálftavirkni hafa verið mjög svipaða síðustu daga; engin tíðindi þar. Einar og Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, eru sammála um að það sé ekkert vit í því fyrir fólk að fara að gosstöðvunum þegar líður á daginn. „Fólk ætti fyrst og fremst að hugsa um veðrið núna og klæða sig vel. Og helst að sleppa því að fara í dag,“ segir Einar. „Það er ekkert að veðrinu þarna núna en það er vaxandi austanátt og veðrið að versna og verður orðið allhvasst eftir hádegi,“ segir Haraldur. Veðurstofa spáir hvassviðri víðast hvar á landinu. Seint í dag er spáð stormi á gosstöðvunum. „Menn verða að huga að veðri og reyna að vera ekki með vindinn í fangið,“ segir Einar og vísar til hættunnar vegna gasmengunar. Fleiri leiðir hafi verið stikaðar og menn verði að vanda sig við að velja þá leið þar sem gasmengunin er minni. „Og þegar fólk er komið á svæðið; ekki setjast beint með gasið í fangið heldur reyna að finna stað þar sem er minni gasmengun og þú ert með vindinn í bakið.“ Einar ítrekar að þegar líður á daginn bæti verulega í vindinn en á morgun sé spáð breytilegri átt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið í dag og í spá veðurvaktar um gasdreifingu segir að ekkert útivistarveður verði við gosstöðvarnar síðdegis eða í kvöld. Mengun gæti borist til Grindavíkur, sem væri óholl fyrir viðkvæma. Gasdreifingarspáin verður uppfærð fyrir hádegi. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Hann sagði skjálftavirkni hafa verið mjög svipaða síðustu daga; engin tíðindi þar. Einar og Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, eru sammála um að það sé ekkert vit í því fyrir fólk að fara að gosstöðvunum þegar líður á daginn. „Fólk ætti fyrst og fremst að hugsa um veðrið núna og klæða sig vel. Og helst að sleppa því að fara í dag,“ segir Einar. „Það er ekkert að veðrinu þarna núna en það er vaxandi austanátt og veðrið að versna og verður orðið allhvasst eftir hádegi,“ segir Haraldur. Veðurstofa spáir hvassviðri víðast hvar á landinu. Seint í dag er spáð stormi á gosstöðvunum. „Menn verða að huga að veðri og reyna að vera ekki með vindinn í fangið,“ segir Einar og vísar til hættunnar vegna gasmengunar. Fleiri leiðir hafi verið stikaðar og menn verði að vanda sig við að velja þá leið þar sem gasmengunin er minni. „Og þegar fólk er komið á svæðið; ekki setjast beint með gasið í fangið heldur reyna að finna stað þar sem er minni gasmengun og þú ert með vindinn í bakið.“ Einar ítrekar að þegar líður á daginn bæti verulega í vindinn en á morgun sé spáð breytilegri átt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið í dag og í spá veðurvaktar um gasdreifingu segir að ekkert útivistarveður verði við gosstöðvarnar síðdegis eða í kvöld. Mengun gæti borist til Grindavíkur, sem væri óholl fyrir viðkvæma. Gasdreifingarspáin verður uppfærð fyrir hádegi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira