Þannig spurði Auðunn Blöndal Kára út í veðmál hans og Guðjóns Haukssonar fyrrverandi körfuboltamanns hjá Val. Veðmálið, sem Björn Teitsson gerði raunar góð skil í grein í fyrra, hljóðaði upp á boð á stjörnuleik NBA í Bandaríkjunum.
„Við skulum orða það þannig að ég bauð honum á stjörnuleikinn. Mig rekur hins vegar ekki minni til þess að ég hafi tapað ellefu sinnum fyrir Guðjóni, hann heldur því fram að ég hafi gert það,“ sagði Kári.
Þá var hann spurður út í aðra sögu. Sú snýr að því að Kári hafi fyrir nokkrum árum unnið landsliðsmenn í körfuboltasal World Class.
„Það var einn erlendur leikmaður sem spilaði með KR sem ég vann alltaf. En ég held því fram að það stafi af því að KR hafi verið ekki nægilega vandvirkt í því hvernig það fékk sér erlenda leikmenn, því ef ég vann hann þá hefur hann verið býsna lélegur,“ sagði Kári.
Kári fór annars um víðan völl í viðtalinu; ræðir stöðu faraldursins, ímyndaðan slag við Tomma á Búllunni og Bjössa í World Class og uppáhalds bókina sína. Kári mætir í viðtalið þegar um einn og hálfur klukkutími er liðinn af þættinum í spilaranum hér fyrir neðan.