Fór yfir „hlutabréfamarkað“ Dominos-deildarinnar og hvaða leikmenn hafa hækkað mest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds tók saman skemmtilegan lista á Twitter-síðu sinni í dag. Vísir/Bára Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds, fór yfir hvaða „hlutabréfamarkaðinn í Dominos-deildinni“ eins og hann kallar það á Twitter-síðu sinni í dag. Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað. Þar sem það er búið að banna afreksíþróttir þá er upplagt að kanna hlutabréfamarkaðinn í Dominosdeild karla. Byrjum á þeim bréfum sem hafa hækkað mest. Fer kannski yfir bréfin sem hafa lækkað mest í körfuboltakvöldi kl. 20.00 í kvöld. #korfubolti #dominosdeildin— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) March 26, 2021 1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn „Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“ 2. Everege Lee Richardsson, ÍR „Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“ 3. Matthías Orri Sigurðarson, KR „Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“ 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur „Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“ 5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn „Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað. Þar sem það er búið að banna afreksíþróttir þá er upplagt að kanna hlutabréfamarkaðinn í Dominosdeild karla. Byrjum á þeim bréfum sem hafa hækkað mest. Fer kannski yfir bréfin sem hafa lækkað mest í körfuboltakvöldi kl. 20.00 í kvöld. #korfubolti #dominosdeildin— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) March 26, 2021 1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn „Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“ 2. Everege Lee Richardsson, ÍR „Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“ 3. Matthías Orri Sigurðarson, KR „Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“ 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur „Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“ 5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn „Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti